Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35 11 þjónustu landsins á þeim siðferðilega grunni ein- göngu því fleiri siðferðileg verðmæti eru einnig mikilvæg. Lögmál sem byggir á því að allir geti fengið það sem þeir vilja innan heilbrigðisþjón- ustunnar er einnig vafasamt af sömu ástæðum og nefndar voru í sambandi við lögmál byggð á þörf- um. Auk þess geta einstaklingsbundnar óskir um meðferð verið faglega óréttmætar eða mjög kostnaðarsamar fyrir þjóðfélagið. Einnig er nauðsynlegt að hafa í huga að ekki eru allir lands- menn sjálfráða til dæmis vegna æsku, sjúkdóma eða þroskahamlana. Aldur. Hár lífaldur er ekki næg ástæða til að meina fólki að njóta þeirrar heilbrigðisþjónustu sem það hefur þörf fyrir. Siðalögmálið um mann- helgi segir að allir menn séu jafnir og eigi þess vegna jafnan rétt til að fá þá heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa og geta haft ávinning af. Lífaldur má ekki vera aðalatriðið fyrir þá ákvörðun sem tekin er um meðferð einstaklingsins. Nauðsynlegt er að meta hugsanlega gagnsemi meðferðar út frá heilsufari, sjúkdómi og batahorfum. Þar hefur lífaldur minna að segja en flestir aðrir þættir svo sem heilsufar eða batahorfur. Þegar ákvörðun um meðferð er tekin verður að gera alhliða mat á öllum þeim þáttum sem máli skipta fyrir ákvörð- unina hverju sinni og það gildir líka þó einstak- lingurinn sé aldraður. Á sama hátt og einstakling- ar eiga rétt á nauðsynlegri meðferð eiga þeir einn- ig rétt á að tilgangslausri meðferð sé hætt. Leiðbeiningar um meðferð við lok lífs sem unnar hafa verið hér á landi eru dæmi um heppileg við- mið, þar sem þær leggja áherslu á upplýst sam- þykki og sjálfræði sjúklinga. Nefndin styður þessa hugmyndafræði og mælir með því að átak sé gert til að kynna hana þar sem hún hefur ekki náð fótfestu. Svipuð rök mæla gegn notkun ákveðins með- göngutíma eða þyngdarviðmiðs við ákvörðun meðferðar fyrir fyrirbura og léttbura. Ef læknis- fræðilegt mat bendir til þess að meðferð sé rétt- lætanleg þá eiga þessir einstaklingar að fá að njóta hennar. Sumir fyrirburar eiga á hættu að fá varan- legan skaða vegna vanþroska við fæðingu en sjaldnast er hægt að sjá fyrir hverjir þeir muni verða eða hversu alvarlegur skaðinn gæti orðið. Þessi börn eiga að fá að njóta þeirrar heilbrigðis- þjónustu sem þau þurfa og geta haft ávinning af. Ákvarðanir um meðferð sem byggja eingöngu á aldri einstaklingsins, fæðingarþyngd eða með- göngutíma hans fyrir fæðingu eru ekki í samræmi við grundvallarlögmálið um virðingu fyrir mann- helgi einstaklingsins. Lífsstíll og áhættuhegðun. Ekki er æskilegt að láta lífsstíl eða hegðun fólks ráða því hvaða heil- brigðisþjónustu það fær. Ástæður þessa eru marg- ar. Hugsanlegt er að þegar áhættuhegðunin byrj- aði hafi ekki verið vitað um hættulegar afleiðingar hennar. Það er oft illmögulegt að segja til um hvaða þættir eru arfgengir og hvaða þættir koma til vegna lífsstíls. Skaðleg hegðun byrjar oft snemma á ævinni og hefur margþættar orsakir sem ekki eru alltaf viljastýrðar. Skilgreiningar á áhættulífsstíl og sjálfsskaðandi hegðun er oft til- viljanakenndar og mörk þeirra og lífsstfls án áhættu eða sjálfsskaða geta verið óljós. Lífsstíll getur þó komið óbeint inn í læknisfræðilegt mat svo sem á því hvort sjúklingurinn geti haft ávinn- ing af meðferð ef hann heldur óbreyttum lífsstfl. Sjálfsskaðandi hegðun á ekki að hafa áhrif á forgang til dæmis að fólk með geðræn vandamál og sjálfsáverka sé látið bíða lengur eftir meðferð en aðrir með svipaða áverka vegna slyss. Einnig er óeðlilegt að íþróttamenn fái sérstakan forgang að samfélagslegri heilbrigðisþjónustu. Þjóðfélagsstaða. Það brýtur í bága við grund- vallarlögmálið um mannhelgi og jöfnuð að mis- muna fólki eftir núverandi þjóðfélagsstöðu þess eða hugsanlegri þjóðfélagsstöðu þess í framtíð- inni. Efnahagur. Ekki er leyfilegt að láta efnahag fólks hafa áhrif á biðtíma eftir inngripi innan þeirrar heilbrigðisþjónustu sem fjármögnuð er af samfélaginu eða á gæði þeirrar meðferðar sem það fær þar. Samt sem áður getur þjóðfélagið ekki hindrað fólk í að leita sér heilbrigðisþjónustu utan þess heilbrigðiskerfis sem fjármagnað er af samfé- laginu svo fremi að það sé á þeirra eigin kostnað en ekki samfélagsins. íslcndingar búsettir erlendis, nýbúar og flótta- menn. Hjá fólki sem hefur búið erlendis eða er nýflutt til landsins geta komið upp vandamál sem þarf að leysa. Þá geta orðið árekstrar milli siða- lögmálanna um mannhelgi, þörf og samstöðu annars vegar og hins vegar milli stjórnmálalegra og efnahagslegra hagsmuna. Nýlegar reglur um heilbrigðisþjónustu og almannatryggingar mæla fyrir um að íslenskum ríkisborgurum sem eru bú- settir erlendis skuli gert að greiða sjálfir mikinn hluta kostnaðar við þá heilbrigðisþjónustu sem þeir þarfnast á íslandi. Brottfluttir Islendingar fá ekki full tryggingaréttindi fyrr en eftir sex mánaða búsetu á íslandi og réttindi til mæðralauna fyrr en eftir eins árs búsetu. Athuga þarf sérstaklega stöðu nýbúa, flótta- manna og erlends fólks með atvinnuleyfi á íslandi að því er varðar heilbrigðisþjónustu og almanna- tryggingar aðallega með tilliti til þess hvort reglur eða lög brjóta í bága við siðalögmál heilbrigðis- þjónustunnar.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.