Læknablaðið : fylgirit - 01.07.1997, Blaðsíða 18
18
LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83/FYLGIRIT 35
Heilbrigðismál eru í eðli sínu stjórnmál og um-
ræða sem varðar heilbrigði þegnanna getur orðið
pólitískari þegar nær dregur kosningum (21).
Kjördæmaskipun á íslandi gerir það að verkum
að áhrif dreifbýlis vega þyngra en þéttbýlis. Hags-
munahópar geta komið áhugamálum sínum fram
með aðstoð stjórnmálamanna og ekki er þá víst að
hagkvæmnissjónarmið ráði ferðinni. Líklegt er að
íbúar í einangruðum byggðakjörnum leggist gegn
þeirri þróun að samdráttur verði í hefðbundinni
sjúkrahúsþjónustu á landsbyggðinni og leggi
áherslu á að viðhalda staðbundinni sjúkrahús-
þjónustu vegna meintra öryggissjónarmiða.
í Reykjavík og á Akureyri er samþjöppun sér-
fræðiþekkingar og sérstakar bráðamóttökudeild-
ir eru á þessum stöðum. Þjónusta vegna slysa og
bráðra sjúkdóma, bæði greining og meðferð, er
oft flókin og unnin í teymisvinnu með stuðningi
stoðdeilda. Víða utan höfuðborgarsvæðisins er
erfiðleikum bundið að veita þjónustu sem upp-
fyllir kröfur nútíma læknisfræði að því er varðar
skjót og sérhæfð viðbrögð. Gera þarf því ráð fyrir
að hægt verði að flytja sjúklinga til höfuðborgar-
svæðisins með skjótum hætti þegar það á við en
jafnframt að sérfræðiþekking á þéttbýlissvæðum
nýtist öllum landsmönnum í bráðatilvikum. I
framtíðinni mun sjúkrahúsþjónusta verða sér-
hæfðari en áður og teymisvinna og þverfaglegt
samstarf verða algengara. Oraunhæft er að ætla
að hægt verði að halda uppi nægjanlegri þjálfun í
aðgerðartækni til að stundaðar verði skurðað-
gerðir í einhverjum mæli á minni sjúkrahúsum.
Frumheilsugæsla er veitt á heilsugæslustöðv-
um, einkareknum heimilislæknastofum og í
nokkrum mæli af sérfræðilæknum í öðrum sér-
greinum. Þekking sérmenntaðra heimilislækna
tryggir að þeir geta sinnt stórum hluta þeirra
læknisfræðilegu vandamála sem upp koma og
gera það að öllu jöfnu utan höfuðborgarsvæðis-
ins. Faglega getur þessi þjónusta verið í höndum
heimilislækna í ríkari mæli en nú er. Þátttaka
sérfræðilækna í heilsugæslu á höfuðborgarsvæð-
inu á sér hefð og byggir meðal annars á ónóguni
fjölda sérmenntaðra heimilislækna. Mikill fjöldi
sérfræðilækna á höfuðborgarsvæðinu er nauðsyn-
legur til að sinna fullnægjandi vaktþjónustu og
sérhæfðum verkefnum á stóru sjúkrahúsunum.
Gera má ráð fyrir að í vissurn tilvikum fái sjúkling-
ar markvissari þjónustu við sérhæfðum vanda-
málum með því að leita beint til sérfræðilækna, en
á hinn bóginn getur samhengi í meðferð rofnað,
einkuni hjá sjúklingum með fjölþætt vandamál
sem leita til margra sérfræðilækna. Æskilegt er að
heimilislæknir hafi heildaryfirsýn yfir vandamál
sjúklingsins og fjölskyldu hans. Það markmið að
sérhver einstaklingur hafi aðgang að heimilis-
lækni hefur ekki náðst enn sem komið er.