Innsýn - 01.08.1976, Page 9

Innsýn - 01.08.1976, Page 9
9 HVERS VEGNA? framh. EINKENNILEGIR HLUT/fí GERAST 'A HIMNUM Eftir að LÚsifer hafði opinberlega lýst sig for ingja uppreisnar gegn Guði og lögum Hans, hvarf fyrri gleði og friður himinsins. f stað tónlistar og söngs mátti heyra þrætur og grát. LÚðraþeytararnir gátu ekki lengur æft saman, því sumir fylgdu LÚsifer að mál- um og aðrir Guði. Þeir gátu ekki orðið sammála um hvor hafði á réttu að standa, LÚsifer eða Guð. Þannig var það einnig með hörpuleikar- ana og söngvarana. Friður himinsins hafði breyst í al- gj ört stj órnleysi. Allt var skemmt á himn- um. Söngurinn, tónlistin, lærdómurinn, allt samstarf var eyðilagt frá hinum minnsta engli til Guðs sjálfs. Sá eini sem var ánægður var LÚsifer. Því fleiri vandræði sem hann gat komið af stað, því betra fyrir málstað hans. Fyrri vinatengsl voru rofin, því nú mátti finna nána vini á öndverðum meiði. Enginn vissi hverjum var hægt að treysta. Það versta var að fylgj- endur LÚsifers höfðu snúist gegn Guði - hinum mikla eilífa Guði sem hafði skapað þá með sínum eigin höndum og elskaði þá sem sín eigin börn. Fyrst þeir trúðu Lúsi- fer var það sama sem að trúa því að Guð væri ósannsögull. Þvílíkri dökkri þokuslæðu hafði LÚsifer skellt á. Hann reyndi jafnvel að ásaka Guð um öll vandræðin sem hann hafði komið á sjálfur. Við skulum ímynda okkur að við getum hlustað á sumt af því er fram fór: Fyrst bauð LÚsifer auðvitað til fundar englaforingjunum, sem höfðu sameinast málstað hans frá upphafi. Þeir höfðu þegar ákveðið sig, svo hann þurfti ekki að eyða neinum tíma í að sannfæra þá. "Jæja, okkur gekk mjög vel á fyrsta fundinum ekki satt"?, hældist LÚsifer og neri saman höndunum af ánægju. "já svo sannarlega", sam- þykktu fylgjendur hans með

x

Innsýn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.