Innsýn - 01.08.1976, Síða 30

Innsýn - 01.08.1976, Síða 30
22 i ratsjánni Andrews University, há- skóli aðventista í Michi- gan í Bandaríkjunum, á all- margar flugvélar og starf- rækir flugskóla fyrir þá nemendur sína, sem vilja læra flug. Einnig á skól- inn flugvöllinn sem flug- skólinn notar og hefur há- skólinn þar söluumboð fyr- ir Cessna flugvélar. All- margir kristniboðar og verðandi kristniboðar læra þarna að fljúga, en slíkir hæfileikar hafa komið kristniboðssvæðim víða um heim að mjög góðum notum. Flugmenn aðventista er að finna í mörgum löndum heims. Coca cola sem ryðvarnarefni. í sænska dagblaðinu Aftonbladet var nýlega sagt frá því, að Coca-cola leysi upp ryð betur en aðrar efnablöndur, sem til þess hafa verið framleiddar og eru mjög dýrar. Til þess að losa skrúfu, sem situr föst vegna ryðmyndunnar, þurfi ekki annað en að hella Coca-cola yfir skrúf- una og eftir eina til tvær klukkustundir er hún laus. Það fylgir sögunni, að framleiðendur Coca-cola taki þessari uppgötvun fá- lega, því að hætt er við að það verði ekki talin með- mæli með neinum drykk, að hann hafi slíkar étandi verkanir á ryðið. En það er fosfórsýran í Coca-cola, sem þar er að verki. Rann- sóknir í Bandaríkjmum hafa sýnt, að þegar tennur voru látnar liggja í Coca- cola í hálfan mánuð, leyst- ist upp úr þeim allt kalk. Þar fyrir utan er það líka alkunna, eins og líka er letrað á tappa Coca-cola flöskunnar á íslandi, að í drykknum er talsvert magn koffíns, og í honum er um 10% sykur.

x

Innsýn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.