Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 35

Innsýn - 01.08.1976, Blaðsíða 35
27 Hann sagði ekki "Ef þið haldið boðorð mín þá elskið þið mig". Skyldi einhver vera í vafa um þetta, þá lesi hann l.,2.og 3.bréf JÓhannesar. Frú White hefur skrifaó að nafnið"Sjöunda dags aðventistar"sjálft dæmi hinn heinjslega sinnaða, því þeir sjái í því áminningu til sín og þess sem þeir gera. En við sem Sjöunda dags aðventistar getum samt gert margt til þess að laða fólk til Jesú ef við sýnum því kærleika og sjálfselsku- lausan áhuga og látum okkur annt um það. Það er alvar- leg hugsun að maður geti haldið allan bókstafinn en samt glatast að lokum vegna þess að maður þekkti ekki Krist og guðlegan kærleika (ACAPE) hans af eigin reynslu. Við skulum minnast þess að kærleiksríkur og elsku- legur kristinn maður eða kona er eitt af sterkustu tökunum með sannleikanum. Með bestu kveðju Herbert Borgþórsson Box 303 Rolette,N.D.58366 U.S.A. Frá ritstjórninni Við hvetjum lesendur blaðsins til að skrifa í blaðið. Við viljum gjarnan fá hugleiðingar, frásagnir, reynslur og greinar af ýmsu tagi. Ljóð, myndir og fréttir er kærkomið efni til birtingar. Einnig eru fyrirspurnir og athugasemdir birtar í þættin\am Bergmál. Viljum við gjarnan vekja athygli á yfirlýsingu sem ætíð birtist á blaðsíðu tvö, þess efnis, að "skoðanir og túlkanir sem birtast í þætt- inum Bergmál, aðsendum greinum, eða viðtölum, eru ekki endilega skoðanir ritstjórnarinnar eða útgef- enda." Hins vegar eru skoðana- skipti holl og sjálfsögð, og viljum við sérstaklega hvetja unga fólkið til að tjá sig. Þannig lærum við hvert af öðru og byggjum hvert annað upp.

x

Innsýn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Innsýn
https://timarit.is/publication/992

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.