Kjarninn - 03.10.2013, Blaðsíða 8

Kjarninn - 03.10.2013, Blaðsíða 8
03/10 kjarninn Fimm ár Frá hruni keyra á milli funda í miðbæ Lundúna. Félagi minn útskýrði í grófum dráttum fyrir mér efni ávarpsins og fyrstu viðbrögð mín voru mikil vonbrigði. Fram að þessari stundu bar ég enn þá von í brjósti að ríkis stjórnin hefði einhver tromp uppi í erminni – að hún gæti með einhverjum aðgerðum eytt því vantrausti á íslenska bankakerfinu sem skapast hafði í kjölfarið á þjóðnýtingu Glitnis og leitt hafði til áhlaups á bankana og dótturfélög þeirra. Engir aðrir möguleikar Þegar fram liðu stundir áttaði ég mig á því að þegar hér var komið sögu áttu Geir og hans fólk enga möguleika á því að stöðva hið óumflýjanlega hrun bankanna. Nær öll bankakerfi í hinum vestræna heimi voru í raun fallin og hefðu hrunið líkt og hið íslenska ef ekki hefði komið til opinber fjárstuðningur. Íslensku bankarnir voru hins vegar allt of stórir til þess að ríkið ætti möguleika á að skerast í leikinn. Á þessum tíma var það eina sem ríkisstjórnin gat gert að minnka tjónið eins og hægt var. Þegar ég lít til baka verð ég að segja að þær aðgerðir sem Geir mælti fyrir í ávarpinu þennan dag voru afar vel heppnaðar og grunnurinn að því að landið kom þrátt fyrir allt frekar vel frá hruni gjaldmiðilsins og bankanna. Það hlýtur að flokkast undir gráglettni örlaganna að manninum sem bar ábyrgð á neyðarlögunum, sem mér finnst ekki ofmælt að segja að hafi komið í veg fyrir gjaldþrot ríkisins, var stefnt fyrir landsdóm fyrir að hafa brugðist þjóð sinni. Öll sund lokuð Þennan dag gerði ég mér hins vegar ekki grein fyrir því að öll sund væru lokuð þó að augljóst væri að hjálpar var ekki að vænta frá stjórnvöldum. Jafnvel eftir ávarp Geirs, sem í raun var dauðadómur yfir íslensku bönkunum og dótturfélögum þeirra, hélt ég áfram að berjast fyrir lífi bankans sem ég rak. Því má helst líkja við teiknimynda- persónu sem er búin að hlaupa fram af kletti án þess að taka eftir því. Hún kemst nokkur hundruð metra áfram í krafti þess að átta sig ekki á raunveruleikanum. Það kemur hins vegar að því að hún lítur niður fyrir sig, verður staðan ljós og dettur til jarðar. Slíkt hið sama gerðist hjá mér tveimur dög- um síðar. Fimm ár frá hruni – Ármann Þorvaldsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.