Kjarninn - 03.10.2013, Blaðsíða 20

Kjarninn - 03.10.2013, Blaðsíða 20
04/04 kjarninn Bandaríkin mótin. Með lögunum verður 40 milljónum Bandaríkjamanna, sem í dag eru ekki með heilbrigðis tryggingu, gert að kaupa sér tryggingu. Þegar hefur tryggingamarkaði á netinu verið komið upp þar sem markmiðið er að bjóða ódýrar heil- brigðistryggingar fyrir alla Bandaríkjamenn. Obama segir að með þetta verði ekki bakkað. Lögin muni taka gildi, jafnvel þótt Repúblikanar séu tilbúnir að „slökkva á ríkisvaldinu“ eins og Obama komst að orði. Hann sagðist ekki ætla að láta kúga sig og stjórn hans myndi ekki hvika frá því að sjúkratryggingarnar yrðu að lögum um áramót. Lausnargjald „Repúblikanar eru í reynd að fara fram á lausnargjald,“ sagði Obama þungur á brún síðdegis á þriðjudegi, þegar ljóst var að deilan var komin í algjöran hnút í þinginu. Í kjölfarið sló hann af ferð sína til Malasíu, en þangað ætlaði hann í opinbera heimsókn og átti hann að vera aðalræðumaður á nýsköpunarráðstefnu í Kúala Lúmpúr hinn 11. október. Að mati fréttaskýrenda Wall Street Journal benda þessi orð Obama til þess að hann hafi verulegar áhyggjur af áhrifunum af því að stöðva rekstur hins opinbera, fyrst hann frestar heimsókn sem metin var sem mikilvæg og er ekki á dagskrá fyrr en eftir níu daga. Fyrst og fremst er þessi djúpstæða deila þó álitin vera hneyksli fyrir bandaríska þingið fremur en stjórn Obama, samkvæmt fréttaskýrendum í bandarískum fagtímaritum. Það mun ekki ná virðingu sinni aftur fyrr en það hefur leyst deiluna. Lok, lok og læs Víða var lokað hjá hinu opinbera eftir að lokað var á fjárveitingar til hins opinbera í byrjun vikunnar. Hvað þýðir það að stöðva fjár- veitingar til ríkisins? BBC skoðaði málið. NeyðarfUNdir í WaSHiNgtoN Valdamestu bankamenn heimsins mættu á fundi í Hvíta húsið í gærkvöldi. Þar á meðal var Llyod Blankfein, stjórnarformaður og forstjóri Goldman Sachs. Hann var þungur á brún er hann ræddi við blaðamenn. „Greiðslur verða að berast til fólks, við getum ekki látið fjárflæði stoppast,“ sagði Blankfein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.