Kjarninn - 03.10.2013, Side 55

Kjarninn - 03.10.2013, Side 55
11/11 kjarninn Viðmælandi Vikunnar „Nokkurn veginn.“ Er ekki heiðarlegast gagnvart kjósendum þínum að upplýsa um þá ákvörðun? „Nei, ég áskil mér rétt til að tilkynna þetta þegar ég er al- veg 100 prósent viss. Það verður í útvarpsþættinum Tvíhöfða á Rás 2, 30. október.“ Jón telur þó framtíð borgarmála bjarta. „Við erum að upp- lifa hnignun þjóðríkjafyrirkomulagsins. Það er að gerast úti um allan heim. Tiltrú almennings á stjórnvöldum er í sögu- legu lágmarki á meðan tiltrú almennings á borgaryfirvöldum fer vaxandi. Fókusinn er að færast frá þingum til borga. Þjóðríki virðast eiga í meiri erfiðleikum með samskipti nema um takmörkuð mál í þunglamalegu verk lagi. Þau eru yfir leitt í deiluformi á milli þjóðríkja. En borgir eiga mun betur með að vinna saman. Þær eiga í lausnamiðaðari sam- ræðum á meðan þjóðríki virðast leggja meiri áherslu á vanda- málasamræðu. Ég held því að borgar samvinnan muni koll- steypa þjóðríkjum á endanum. Sveitarstjórnarvettvangurinn á miklu meiri framtíð en landsmálastjórnmál. Ríkisstjórnir eru ekki framtíðin. Við sjáum það til dæmis hérlendis að traust á borgarstjórn hefur þrefaldast frá hruni en traust almennings á Alþingi er enn í sögulegu lágmarki.“ jón gnarr um SjúkraFlugSumræðuna Það má hugsa þetta svona: Þú ert á Flateyri og ert að vinna þetta viðtal. Svo færðu einhver eymsli í magann og ákveður að hringja í lækninn á Ísafirði. Hann er í skírnarveislu og segist ætla að renna á þig. Hann klárar kaffið sitt og kleinuna sína og er snöggur til þín. Það tekur hann kannski hálftíma. Hann greinir þig og segir þér að þú sért með botnlangakast og að það þurfi að skutla þér suður í aðgerð. Hann hringir á sjúkrabíl sem er ekki nema annan hálftíma að koma og svo er hringt til akur- eyrar, þar sem sjúkraflugið er. Þeir hafa klukkutíma til að undirbúa sig áður en þeir fara í loftið. Þú bíður eftir þeim í sjúkrabílnum á meðan. Svo kemur flugvélin frá mýflugi og flýgur með þig til reykja- víkur. Þarna eru líklega liðnir 4-5 klukkutímar að lágmarki áður en þú lendir á reykjavíkurflugvelli og þér finnst þú eðlilega vera helvíti kvalinn. alveg að drepast. Þú ert drifinn upp á landspítala og inn á skurðstofu og það síðasta sem þú manst er að þú sérð flúrljósin á skurðstofunni. Síðan vaknar þú og læknirinn heldur í hendina á þér og segir að það hefði ekki mátt muna einni mínútu, þá værir þú ekki hérna í dag. Og þú hugsar að þú eigir reykjavíkur flugvelli líf þitt að þakka. En þetta er ekkert þannig. Þetta er ákveðin dramatísk tilfinninga semi.“

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.