Kjarninn - 03.10.2013, Blaðsíða 58

Kjarninn - 03.10.2013, Blaðsíða 58
K ristján G. Arngrímsson framhaldsskólakennari skrifaði pistil hér í Kjarnann fyrir tveimur vikum og var efni hans spurningin hvort hægt sé að kenna gagnrýna hugsun. Kristján rekur ágætlega hvernig horft hefur verið til fræða- samfélagsins varðandi slíka kennslu undanfarin ár og finnst lítið til þess koma sem hefur gerst á þeim vettvangi. Efni pistils hans virðist einkum snúast um tvö atriði: í fyrsta lagi að umræðan hjá fræðasamfélaginu skili engu nema sjálfri sér og í öðru lagi að svarið við kröfunni um gagnrýna hugsun liggi í vísindalegri hugsun, sem við þekkjum mæta vel. Þar sem undirritaður hefur komið töluvert að umræðunni sem Kristján reynir að gera sem minnst úr í áliti sínu og er þar að auki annar þeirra fræðinga sem Kristján sakar um „gamla góða menntahrokann“ á málþingi um siðfræði- kennslu þætti mér vænt um að nota tækifærið til að árétta nokkur atriði. Á undanförnum árum hefur á Íslandi farið fram býsna öflug og forvitnileg fræðileg umræða um hlutverk, eðli og markmið gagnrýninnar hugsunar. Ástæðan fyrir þessari umræðu er að fólki fannst það ekki mjög í anda gagnrýn- innar hugsunar að efla kennslu í henni nema að ígrunduðu máli. Ráðstefnur og málþing hafa verið haldin og hafa til að mynda birst fjórar fræðilegar, ritrýndar, greinar á íslensku eftir undirritaðan, Guðmund Heiðar Frímannsson, Ólaf Pál Jónsson og Eyju Margréti Brynjarsdóttur sem saman varpa skýru ljósi á fyrirbærið. Það var að minnsta kosti reynsla mín í kennslustund í Háskóla Íslands síðastliðinn föstu- dag. Nemendur mínir höfðu einmitt lesið þessar greinar og gerðu skemmtilega grein fyrir þeim í framsöguerindum. Þótt endanleg skilgreining á gagnrýninni hugsun komi ekki fram í neinni þessara greina þrengja þær mjög að mörgum vafasömum skilgreiningum. Og í þeim koma svo sannarlega fram svör við beinum spurningum sem varpað hefur verið fram um hvað felist í gagnrýninni hugsun og hvernig best sé að kenna hana. Þessi fræðilega umræða hefur bæði stutt og orsakað mörg skemmtileg og spennandi verkefni í íslensku mennta- og menningarlífi. Ég nefni nýjar námskrár á öllum skóla- stigum, þann þátt í stefnu Háskóla Íslands 2011–2016 að nemendur þjálfist markvisst í gagnrýninni hugsun, nýlegan samning Heimspekistofnunar við Garðabæ um rannsóknir á möguleikum heimspekikennslu og þá stefnu menningar- setursins Hannesarholts að efla jákvæða, gagnrýna hugsun í íslensku samfélagi. Einnig hafa Rannsóknastofa um háskóla, Siðfræðistofnun og Heimspekistofnun rekið verkefnið Efling gagnrýninnar hugsunar og siðfræði í skólum undanfarin ár. Sú hugmynd að umræðan skili bara sjálfri sér lýsir sérkenni- lega völdu sjónarhorni á veruleikann þegar öll þessi atriði eru höfð til hliðsjónar. Það er hins vegar rétt að umræða fræðasamfélagsins skilar ekki öllu í hendur skólunum. Fræðimenn í háskólum hafa sérlega takmarkaðan skilning á því hvað á sér stað á öðrum skólastigum. Almennt held ég að þeir geri sér grein fyrir því. Ef Kristján er hissa á því að pósthólfið hans sé enn autt af skilaboðum um hvernig hann eigi að kenna gagn- rýna hugsun er ég hræddur um að undrun hans hverfi ekki alveg á næstunni. Hins vegar er fjöldi kennara sem skilur þau tækifæri sem felast meðal annars í þeim verkefnum sem ég lýsti hér að ofan. Ég hef heyrt frá mörgum og aðrir eru í startholunum. Það eru spennandi tímar fram undan í eflingu gagnrýninnar hugsunar í skólum. Og já, það er hægt að kenna gagnrýna hugsun. Enn um gagnrýna hugsun Álit Henry Alexander Henrysson 01/01 kjarninn Álit Kjarninn tekur á móti aðsendum greinum. Ekki er tekið við greinum lengri en 700 orð. Mynd af höfundi verður að fylgja. Sendið greinar á ritstjorn@kjarninn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.