Kjarninn - 03.10.2013, Side 20

Kjarninn - 03.10.2013, Side 20
04/04 kjarninn Bandaríkin mótin. Með lögunum verður 40 milljónum Bandaríkjamanna, sem í dag eru ekki með heilbrigðis tryggingu, gert að kaupa sér tryggingu. Þegar hefur tryggingamarkaði á netinu verið komið upp þar sem markmiðið er að bjóða ódýrar heil- brigðistryggingar fyrir alla Bandaríkjamenn. Obama segir að með þetta verði ekki bakkað. Lögin muni taka gildi, jafnvel þótt Repúblikanar séu tilbúnir að „slökkva á ríkisvaldinu“ eins og Obama komst að orði. Hann sagðist ekki ætla að láta kúga sig og stjórn hans myndi ekki hvika frá því að sjúkratryggingarnar yrðu að lögum um áramót. Lausnargjald „Repúblikanar eru í reynd að fara fram á lausnargjald,“ sagði Obama þungur á brún síðdegis á þriðjudegi, þegar ljóst var að deilan var komin í algjöran hnút í þinginu. Í kjölfarið sló hann af ferð sína til Malasíu, en þangað ætlaði hann í opinbera heimsókn og átti hann að vera aðalræðumaður á nýsköpunarráðstefnu í Kúala Lúmpúr hinn 11. október. Að mati fréttaskýrenda Wall Street Journal benda þessi orð Obama til þess að hann hafi verulegar áhyggjur af áhrifunum af því að stöðva rekstur hins opinbera, fyrst hann frestar heimsókn sem metin var sem mikilvæg og er ekki á dagskrá fyrr en eftir níu daga. Fyrst og fremst er þessi djúpstæða deila þó álitin vera hneyksli fyrir bandaríska þingið fremur en stjórn Obama, samkvæmt fréttaskýrendum í bandarískum fagtímaritum. Það mun ekki ná virðingu sinni aftur fyrr en það hefur leyst deiluna. Lok, lok og læs Víða var lokað hjá hinu opinbera eftir að lokað var á fjárveitingar til hins opinbera í byrjun vikunnar. Hvað þýðir það að stöðva fjár- veitingar til ríkisins? BBC skoðaði málið. NeyðarfUNdir í WaSHiNgtoN Valdamestu bankamenn heimsins mættu á fundi í Hvíta húsið í gærkvöldi. Þar á meðal var Llyod Blankfein, stjórnarformaður og forstjóri Goldman Sachs. Hann var þungur á brún er hann ræddi við blaðamenn. „Greiðslur verða að berast til fólks, við getum ekki látið fjárflæði stoppast,“ sagði Blankfein.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.