Kjarninn - 03.10.2013, Side 25

Kjarninn - 03.10.2013, Side 25
03/04 kjarninn Stjórnmál félögum sem skiluðu ekki ársreikningum. Steingrímur J. Sigfússon, þáverandi atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sagði í samtali við Fréttablaðið í desember síðastliðnum að tilgangurinn með skipan hópsins væri meðal annars sá að grisja það sem hann kallaði „íslenska einkahlutafélaga- skóginn“. Vinnan væri líka hluti af stærri skoðun þeirrar ríkis stjórnar sem þá ríkti til að innleiða betra viðskipta- siðferði á Íslandi. Starfshópurinn skilaði greinargerð 19. febrúar síðast- liðinn. Þar var lagt til að þegar í stað yrði lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um ársreikninga sem átti að laga skil á ársreikningum og gera það að verkum að þeim yrði skilað tímanlega. Á meðal þeirra breytinga sem lagðar voru til var ofangreind heimild um að slíta fyrirtækjum ef þau hefðu ekki skilað inn þremur ársreikningum í röð og tillaga um heimild til að sekta stjórnarmenn beint og persónulega ef fyrirtæki þeirra skiluðu ekki ársreikningi innan tiltekins tíma. Samhliða var í vinnslu í þinginu frumvarp um breytingu á lögum um ársreikninga. Það var upphaflega lagt fram haustið 2012. Frumvarpið fékk síendurtekna umfjöllun í efnahags- og viðskiptanefnd, lagðar voru fram mýmargar breytingartillögur við það og breytingar á lögunum voru á endanum samþykktar á Alþingi 21. febrúar 2013, tveimur dögum eftir að greinargerð starfshópsins var birt. Tillögurnar sem birtust í henni rötuðu ekki inn í lögin. Mörg félög sluppu Því er staðan þannig í dag, þrátt fyrir digurbarkalegar yfir- lýsingar þeirra stjórnvalda sem voru við stjórnvölinn þegar lagabreytingarnar voru samþykktar, að úrræði gagnvart þeim fyrirtækjum sem skila ekki ársreikningum eru veik. Hægt er að vísa málum stærri fyrirtækja til meðferðar hjá skattrannsóknarstjóra. Til að teljast stórt fyrirtæki þarf hins vegar að uppfylla tvenn af þrennum stærðarmörkum: að eiga eignir sem nema meira en 300 milljónum króna, vera með rekstrartekjur sem eru meiri en 600 milljónir króna eða vera með yfir 50 starfsmenn.

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.