Kjarninn - 03.10.2013, Side 35

Kjarninn - 03.10.2013, Side 35
03/04 kjarninn Kenía Sómalía og alþjóðavæðing hryðjuverkasamtaka Stjórnlaust hefur verið í meirihluta Sómalíu síðan 1991 er ríkisstjórn landsins var hrakin frá völdum. Í dag er við lýði ríkisstjórn studd af Afríkusambandinu, samstarfsaðilum þess og alþjóðasamfélaginu. Stjórnin hefur þó aðeins völd í höfuðborginni og stærstu borgum og bæjum – landsbyggðin er að miklum hluta til á valdi hinna ýmsu öfgasamtaka. Og hafa þau eins mismunandi markmið og þau eru mörg. Al- Shabab samtökin eru þeirra á meðal og hafa stefnt að því að komast til valda í Sómalíu til að stofna ríki byggt á bókstaf- legri túlkun íslam. Í fyrra birti leiðtogi samtakanna ávarp á veraldarvefnum þar sem hann sór Al-Qaeda hollustu sína. Þá telur Al-Shabab alla sem berjast gegn markmiði þess vera óvini sína – og skotmörk. Til marks um það er hægt að benda á að árið 2011 komu bresk stjórnvöld höndum yfir USB-kubba frá háttsettum aðila innan samtakanna og á þeim var meðal annars að finna hugmyndir að árásum innan Bretlands, í ætt við árásina á Westgate. Al-Shabab hefur í gegnum tíðina helst gert sjálfsmorðs Persónulegt áfall Uhuru Kenyatta, forseti Kenía, varð fyrir persónu- legum missi í árásinni þegar frændi hans og unnusta hans voru myrt. Hann sést hér flytja ávarp í jarðarför þeirra. Smelltu til að lesa um samfélagsmiðla- væðingu hryðjuverka

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.