Kjarninn - 03.10.2013, Page 53

Kjarninn - 03.10.2013, Page 53
09/11 kjarninn Viðmælandi Vikunnar árum og þá hafi verið meirihluti fyrir því að hann færi. „Það er niðurstaða flestra sem skoða borgarskipulagsmál í Reykja- vík af einhverju ráði að þessi flugvöllur þarf að fara. Hann þarf að flytjast. Við þurfum að byggja í Vatns mýrinni vegna þess að það mun fjölga töluvert í Reykjavík og okkur vantar byggingarland. Vatnsmýrin er mjög ákjósan legur staður til þess að byggja. Ef við byggjum ekki þar þarf að halda áfram að byggja langleiðina upp í Bláfjöll. Það mun þýða aukinn umferðarþunga, fleiri umferðarslys, meiri svifryksmengun, aukinn kostnað og svo framvegis. Við myndum í raun fara inn í ákveðin vítahring með því að horfast ekki í augu við þetta vandamál. Það eru mjög valdamiklir aðilar sem tengjast þessari um- ræðu. Það er til dæmis mjög hagkvæmt fyrir íslenska ríkið, sem hefur aldrei borgað eina krónu í leigu fyrir þetta land sem var á sínum tíma tekið hernámi með mjög vafasömum hætti, að flugvöllurinn verði þarna á fram. Ég hvet fólk til að kynna sér málið frá öllum hliðum áður en það tekur afstöðu.“ Jón telur flugvallarumræðuna að mörgu leyti vera póli- tískt mál sem dubbað sé upp fyrir kosningar og reynt að gera tekið hernámi Jón segir flugvöllinn í Vatns- mýrinni mjög hagkvæman fyrir ríkið, enda hafi landið verið tekið hernámi og ríkið aldrei greitt krónu í leigu.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.