Kjarninn - 03.10.2013, Blaðsíða 57

Kjarninn - 03.10.2013, Blaðsíða 57
Í slendingar skila lengstu vinnuvikunni af þeim þjóðum sem við viljum bera okkur saman við. Ef borin er saman verðmætasköpun á mann á hverja unna klukkustund eru afköst Íslendinga einungis tveir þriðju af því sem Bandaríkjamenn ná og Danir eru einungis liðlega 10% á eftir Bandaríkjamönnum. Á árunum 1950 til 1980, þegar vélvæðingin var hvað umfangsmest, fækkaði árlegum meðalvinnustundum á Íslandi úr um 2.400 klst. í um 1.900 klst. En í hinum Norðurlandaríkjunum voru sömu tölur um 1.900 klst. árið 1950, eru komnar niður í um 1.600 klst. árið 1980 og halda áfram að lækka niður í um 1.550 árið 2010. Árið 2010 er árlegur meðalvinnutími Íslendinga hins vegar um 1.750 klst. og við náum samt ekki sambæri- legum kaupmætti. Framleiðni vinnuafls er 20% minni á Íslandi en í nágranna löndum en fyrir hendi eru umtalsverð tækifæri til þess að knýja hagvöxt til framtíðar með því að auka arðsemi í fjármagnsfrekum atvinnugreinum. Þannig má bæta launa- mönnum upp þann skaða sem þeir hafa orðið fyrir, tryggja öran framleiðnivöxt og skapa möguleika fyrir varanlegum og myndarlegum lífskjarabótum. Velferðarþjónusta hér á landi er að dragast aftur úr hinum Norðurlandaríkjunum á sama tíma og við verjum tugum milljarða í umfangsmikið kerfi ríkis forsjár sem snýst um að vernda og styrkja fyrirtæki. Þetta er nefnt pilsfaldakapítalismi; ef í nauðir rekur hafa fyrirtækin ávalt hlaupið undir pilsfald ríkisins og heimtað gengisfellingar í stað þess að taka ábyrgð á eigin gerðum. Ef tryggja á aukinn kaupmátt í komandi kjarasamningum verður að huga að endurskoðun og skipulagningu grunn- stoða efnahagslífsins. Ódrengskapur og slök þekking Mörgum, þá sérstaklega stjórnmálamönnum, er tamt að vísa til gjörða og athafna verkalýðsforingja á árunum fyrir þjóðarsátt og taka þannig til orða að þá hafi verkalýðs- hreyfing verið verkalýðshreyfing, annað sé uppi á teningn- um í dag. Þeir víkja sér undan ábyrgð með því að við slaka kjarasamninga sé að sakast þegar rætt er um lág laun. Þar upplýsa stjórnmálamenn okkur um ódrengskap sinn eða slaka þekkingu á grunnstoðum efnahagslífsins. Gengisfelling fellir vitanlega stöðu umsaminna launa og kallar á auknar launakröfur í næstu samningum og þá um leið verðbólguskot og háa vexti. Í þessu sambandi má minna á að frá stofnun Rafiðnaðar- sambandsins árið 1970 hefur sambandið samið um 3.600% launahækkanir og staðið fyrir umfangsmeiri verkföllum en öll systursambönd okkar hafa samanlagt lagt út í. Íslenskir rafiðnaðarmenn eru þar með margfaldir Norðurlanda- meistarar í launahækkunum, því t.d. Danska rafiðnaðar- sambandið hefur á sama tíma samið um 330% launa- hækkanir. Samt stöndum við aftar en Danir í kaupmætti en jöfnum það reyndar með því að skila að jafnaði 9 klukku- stundum lengri vinnuviku. Þetta segir í raun allt sem segja þarf. Fram undir miðjan níunda áratuginn fylgdi full vísitölu- binding kjarasamningum, en það olli því að verðbólgan var oft fyrir ofan 50% og náði jafnvel yfir 100%; hæðum sem einungis voru þekktar í Suður-Ameríku. Verðtrygging launa og verðtrygging lána eru ósambærilegar viðmiðanir. Lán til margra ára, jafnvel áratuga, er veitt í væntingu þess að jafngildu verðmæti sé skilað að lánstíma loknum. Á þeim tíma hefur lánveitandi engin tök á að endursemja um lána- kjör með hliðsjón af breyttum aðstæðum og hefur því ástæðu til að tryggja verðgildi endurgreiðslu. Vinna er hins vegar afhent þjónusta á líðandi tíma. Gildi launakjara er háð lengd og friðarskyldu kjarasamninga og persónulegum uppsagnar- fresti. Kjör og laun eru reglulega endurskoðuð miðað við breyttar aðstæður, og unnt að beita uppsögn. Enn fremur eru laun svo mikill meginhluti rekstrarkostnaðar og ráð stöfunar verðmæta í þjóðarbúi að óraunhæft er að festa raungildi þeirra til nokkurrar lengdar, og gildir það til beggja átta, hækkunar og lækkunar. Stöðugar hreyfistærðir Hugmyndin að baki verðtryggingu launa var sú að hag- vöxtur og kjarabætur væru stöðugar hreyfistærðir sem ekki gengju til baka heldur mætti stöðugt bæta ofan á. Þessi hugmynd gekk ekki upp í þjóðarbúskap háðum sveiflum í auðlindum og ytri skilyrðum. Þegar óraunhæf kröfugerð náði fram og var þar með verðtryggð um leið og ekkert mátti slaka á kröfunni um fulla atvinnu leiddi þetta kerfi til sjálf- gengrar verðbólgu. Engin slík félagslega þvinguð kröfugerð er hins vegar að verki við mótun raunvaxta á markaðnum. Kostnaðar verðbólga hefur verið áberandi í íslensku hagkerfi. Spenna á vinnumarkaði hefur valdið launaskriði, sem kemur síðan fram í hækkandi verði á vörum og þjónustu og skekkir samkeppnisstöðu útflutningsgreina. Það kallar aftur á móti á gengisfellingar, sem síðan verða til þess að hækka verðlag enn frekar. Launahækkanir upp á tugi prósenta skiluðu því sáralitlu í hækkun kaupmáttar, en á þessu var tekið með myndarlegum hætti við gerð Þjóðarsáttar árið 1990. Bak við hana lá gríðarlega mikil vinna hjá aðilum vinnumarkaðar, sem hófst í alvöru upp úr 1987 og lauk ekki fyrr en um 1993. Þar var tekist harkalega á í baráttunni við víxlhækkanir milli hópa og ekki síður við stjórnvöld um að halda aftur af hækk- unum þjónustugjalda. Fjölmiðlamenn hafa ætíð sýnt gríðar- legt ábyrgðarleysi þegar þeir hafa hampað þeim sem hafa í frammi umfangsmestu launakröfurnar. Það sé hlutverk verkalýðsforystu að sjá til þess að sem flestar krónur séu í launaumslaginu við útborgun en hlutverk stjórnmálamanna að tryggja stöðugleikann. Árangur þessarar stefnu blasir við, vilji menn sjá hana; við erum föst í viðjum vanans og erum þar af leiðandi að dragast aftur úr á öllum sviðum. Raunhækkun launa Álit Guðmundur Gunnarsson Fyrrverandi formaður Rafiðnaðarsambandsins 01/01 kjarninn Álit Kjarninn tekur á móti aðsendum greinum. Ekki er tekið við greinum lengri en 700 orð. Mynd af höfundi verður að fylgja. Sendið greinar á ritstjorn@kjarninn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.