Kjarninn - 03.10.2013, Síða 64

Kjarninn - 03.10.2013, Síða 64
02/03 kjarninn Stjórnmál S amningurinn var sá stærsti sem Trackwell hefur nokkru sinni gert. Utanríkisráðuneytið er með- vitað um stöðu mála en hefur ekki tekist að fá formleg viðbrögð frá breskum yfirvöldum. Samkvæmt heimildum Kjarnans er talið álita- mál hvort bresk yfirvöld geti rift samningnum með þessum hætti og ekki hefur enn verið gengið frá málalokum með neins konar samkomulagi. Riftunin gæti því ratað í málaferli, enda ljóst að um mikla hagsmuni er að ræða fyrir Trackwell. Jón Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Trackwell, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu þegar Kjarninn ræddi við hann. Trackwell valið eftir útboð Í lok september í fyrra var tilkynnt að Trackwell hefði orðið fyrir valinu í opnu útboði breskra fiskveiðiyfirvalda um kerfi til fiskveiðieftirlits með um átta þúsund skipum á öllum hafsvæðum í landhelgi Bretlands næstu fimm til sjö árin. Alls tóku fjórtán fyrirtæki þátt í útboðinu. Á meðal þeirra voru nokkrar af stærstu verkfræðistofum heims. Fjárhagslegt um- fang samningsins var trúnaðarmál en ljóst er að hann skipti Trackwell miklu máli. Fyrirtækið er í eigu Skipta, Frumtaks, stofnenda og annarra starfsmanna. Í sumar nýttu bresk stjórnvöld sér hins vegar riftunar- ákvæði í samningnum án sýnilegrar ástæðu. Viðmælendur Kjarnans segja að þótt ekki hafi verið gefin formleg ástæða fyrir uppsögninni hafi margoft komið fram í samtölum við bresk yfirvöld að hana væri að finna í makríldeilunni. Hún snýst um einhliða ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að ákveða hversu mikið af makríl er veitt innan íslenskrar lögsögu. Evrópusambandið, bresk og írsk stjórnvöld og Norðmenn hafa sakað Íslendinga og Færeyinga um rányrkju með því að veiða allt of mikið af makríl. Þau vilja meina að sú ofveiði sem þjóðirnar stundi valdi meðal annars beinum skaða á bresku og írsku efnahagslífi, en bæði Skotar og Írar veiða mikið af makríl. Evrópusambandið hefur ítrekað hótað að beita viðskipta- þvingunum vegna þess að Íslendingar hafa ekki viljað semja
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.