Kjarninn - 03.10.2013, Page 65

Kjarninn - 03.10.2013, Page 65
03/03 kjarninn Stjórnmál um úthlutaðan makrílkvóta á þeim nótum sem sambandið hefur boðið. Í slíkum þvingunum myndi meðal annars felast löndunarbann í höfnum aðildarríkja sambandsins. Slíkt bann myndi reyndar ekki hafa teljandi áhrif á íslenskar útgerðir ef það ætti einungis við um makríl, enda landa íslensk skip ekki tegundinni í ríkjum Evrópusambandsins eða í Noregi. Gríðarlega mikilvægur makríll Makrílveiðar Íslendinga hafa skipt miklu máli fyrir þjóðar- búið undanfarin ár og hafa aukist gríðarlega á skömmum tíma. Um aldamótin fluttu Íslendingar ekki út neitt af makríl en árið 2011 var tegundin sú næstverðmætasta sem Íslendingar fluttu út og nam verðmæti makrílútflutnings það ár 24 milljörðum króna. Í fyrra skilaði útflutningur á heilfrystum makríl um 19 milljörðum króna og var það verðmætasta einstaka sjávarafurðin sem flutt var út það árið. Makrílkvótin var minnkaður um fimmtán prósent milli ára og er rúmlega 123 þúsund tonn í ár. Tæpur helmingur af öllum útfluttum makríl fer til Rússlands.

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.