Kjarninn - 03.10.2013, Blaðsíða 66

Kjarninn - 03.10.2013, Blaðsíða 66
R íkt hugmyndaflug þarf til að finna tengingar milli fjárlagafrumvarps fjármálaráðherra og kosningaloforða stjórnarflokkanna í síðustu kosningum. Útlitið er dökkt. Forsendur fjárlaga sýna að hin margnefndu hjól atvinnulífsins eru talsvert frá því að fara að snúast. Hagspáin gerir ráð fyrir rúmlega 2,5% hagvexti 2015 og 2016. Hún byggir að mestu á verkefnum er fyrri ríkisstjórn hafði þegar ýtt úr vör í opin- berri fjárfestingu og fyrsta áfanga álvers í Helguvík sem að öllum líkindum verður ekki að veruleika. Vaxtabætur til skuldsettra heimila eru lækkaðar og færðar á sama stað og þær voru áður en ákveðið var að grípa til ráðstafana vegna vanda þeirra af hruninu. Ekki er gert ráð fyrir sér- stökum framlögum er tengjast vanda skuldsettra heimila, hvað þá hugmynd um sérstakan skuldaleiðréttingasjóð sem framsóknar menn hafa ýtt á um. Frumvarpið boðar einnig nær engar kjarabætur til handa opinberum starfsmönnum og loforð formanns fjárlaganefndar um 13 ma. kr. til Lands- spítalans er hvergi að finna. Hagræðingarkröfu er mætt með gjöldum á sjúklinga og framlög til tækjakaup skorin við trog. Loforð Vigdísar Hauksdóttur um að slá af nýtt sjúkrahús, sem hefði verulega bætt íslenskt heilbrigðiskerfi og starfs- aðstöðu starfsfólks, er aftur á móti uppfyllt. Árangur staðfestur... Fjárlagafrumvarpið staðfestir aftur á móti árangur síðustu ríkisstjórnar. Sú ríkisstjórn náði að lækka halla ríkisins nið- ur úr 216 ma. kr. árið 2008 í um 25 ma. kr. árið 2013. Fjárlaga- frumvarpið tilgreinir að hallinn árið 2013 er meiri m.a. vegna tekna sem núverandi ríkisstjórn gaf frá sér með breytingum á skatti í ferðaþjónustu og sérstöku veiðigjaldi. Hin pólitíska spurning vaknar; hvort ætli sjúklinginn sem þarf að greiða hærri gjöld vegna fjárlagafrumvarpsins muni meira um hverja krónu á móti þeirri lækkun sem útgerðarmaðurinn fær í arð? ...en horfið frá stefnunni Í frumvarpinu felast nefnilega önnur tíðindi, en þau eru að horfið er frá blandaðri leið tekjuöflunar og útgjalda lækkunar sem fyrri ríkisstjórn markaði. Áherslan er nú á lækkun útgjalda, 2/3 aðgerða eru niðurskurður á móti 1/3 á tekjuhlið, sem færir ríkisstjórnina nær þeim ríkisstjórnum sem hafa fetað leið niðurskurðarstefnunnar (e. austerity policy). Sú stefna þykir hafa gefið afar vonda raun og verið gagnrýnd harkalega fyrir að dýpka enn kreppuna í Evrópu. Þetta birtist ljóslega í að frumvarpið boðar að auðlegðarskatturinn verður ekki framlengdur á sama tíma og lykilstofnanir samfélagsins sæta miklu aðhaldi. Auðlegðarskatturinn skilar einn og sér 9,5 ma. kr. á ári, er jafngildir þeim barnabótum sem allar fjölskyldur landsins fá frá ríkinu á einu ári. Ljós í myrkrinu... Ljósið í myrkrinu er álögur á þrotabú gömlu bankanna sem skila munu umtalsverðum tekjum til ríkissjóðs. Það verður þó forvitnilegt að sjá talsmenn einkaeignarréttarins færa rök fyrir því að lögmætar kröfur aðila í gjaldþrota bú séu skattlagðar. Einnig er ánægjulegt að sjá að fjármálaráðherra viðheldur þrepaskattskerfinu, en það hefur reynst mikilvægt í að auka tekjujöfnuð í samfélaginu. Einnig að þrátt fyrir yfirlýsingar um annað fylgja krónutöluskattar eins og á olíu og bensíni verðlagi og því lækka þeir ekki. ...en brögð í tafli Núverandi stjórn hyggst loka 30 ma. kr. gati og skila svo fjár- lögum á núlli það sem eftir er kjörtímabilsins. Það gerist að vísu ekki strax. Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir 10 ma. kr. halla á næsta ári en með því að hækka vaxtatekjur af Seðla- bankanum næst frumvarpið á núll. Orð eins og barbabrella eða bókhaldssvik hefðu líklegast verið notuð af núverandi stjórnarliðum á síðasta kjörtímabili við svona tilfærslu úr einum vasa í annan. Það verður þó þrautin þyngri fyrir fjármálaráðherra, vegna þess vanhugsaða niðurskurðar sem er í frumvarpinu, að halda ríkissjóði á núlli í gegnum þrjár umræður fjárlaga. Markmiðin verða að vera raunhæf til að þau náist en vægi niðurskurðarins er of mikið og því mun meirihlutinn þurfa að gefa eftir. Ef áherslur á tekjuöflun væru meiri yrði árangurinn í ríkisfjármálum líklegri, en pólitísk hugmyndafræði frekar en kalt raunveruleikamat ræður því að sú leið er ekki farin. Hvað segja kjósendur? Miðað við áætlun um ríkisfjármál er ekkert svigrúm fyrir ríkið að greiða niður skuldir með rekstrarafgangi á komandi árum, sem gerir ríkisfjármálaáætlunina óskiljan- lega. Og þá eru einnig boðaðar frekari skattalækkanir, sem væntan lega þarf að mæta með frekari aðhaldsaðgerðum. Mögulegum ágóða hefur þegar verið ráðstafað til flatra skulda niðurfellinga og því þurfa afborganir að koma úr rekstri. Ríkið verður að einbeita sér að niðurgreiðslu skulda enda skuldastaðan ískyggileg og ekkert má út af bregða í þjóðar búskapnum til að veruleg vandræði hljótist af. Með fjárlaga frumvarpinu má því segja að kaldranalegur veruleiki þjóðarbúsins hafi tekið við af gyllingum kosningaloforðanna. Kannski að stjórnarherrarnir séu tilbúnir í þessi hamskipti en voru kjósendurnir búnir að fá skilaboðin? Hamskipti stjórnarflokkanna sTJÓRNMÁL Huginn Freyr Þorsteinsson 01/01 kjarninn Stjórnmál
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.