Kjarninn - 03.10.2013, Page 79

Kjarninn - 03.10.2013, Page 79
05/05 kjarninn Exit M-Band M-Band er eins manns hljómsveit skipuð ungum Reykvíkingi sem heitir Hörður Már Bjarnason og hefur hann gefið út smáskífu og þröngskífu á internetinu. Tónlist hans er tilþrifamikil og draum- kennd raftónlist sem er vel bragðbætt með fallegri alto tenor söngrödd Harðar. Nini Wilson Hér er á ferðinni ein latasta en um leið ein mest spennandi súpergrúppan sem starfandi er á Íslandi í dag. Hljóm- sveitina skipa þeir Árni Vilhjálmsson úr FM Belfast, Björn Stefánsson úr Mínus og Örn Ingi Ágústsson úr Seabear og Skakkamanage. Á fyrstu tónleikum sínum, fyrr á þessu ári, hituðu þeir upp fyrir hinn goðsagna kennda Daniel Johnston og hafa þeir örsjaldan dúkkað eftir það. Tónlist Nini Wilson er kæruleysislegt jaðarpopp undir áhrifum frá Smog og Pavement. Einn skemmtilegasti hluti tón- leika þeirra félaga er þegar þeir láta lavender-olíu í flösku ganga á milli áhorfenda til að lykta af. Smelltu til að hlusta á M-Band

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.