Kjarninn - 03.10.2013, Blaðsíða 83
Krafturinn
í kaosinu:
Englar al-
heimsins
K
annski er
þetta endur-
tekið efni
– en erindið
er ennþá
brýnt. Englar alheimsins í
Þjóðleikhúsinu er geðveik
sýning. Við höfum öll gott
af því að stíga inn í heim
geðveikinnar og öruggustu
æfingabúðinar eru mögu-
lega í leikhúsinu. Ótti
okkar við geðsjúkdóma
og geð sjúklinga er ennþá
mikill – þó að allir viti
að Kleppur sé víða. Þessi
ótti kristallast hvað best í
tungumálinu og því hvern-
ig við jöðrum fólk sem
glímir við geðsjúkdóma –
ef við höfum val viljum við
helst ekki hafa það nálægt
okkur. Og við tölum enn
um að „missa vitið“.
Núna eru Englar
alheimsins leiksýning
í Þjóð leik húsinu. Það
er til marks um styrk
magnaðrar sögu að hún
beri þessar að laganir,
endurvinnslu og af-
byggingu. Sýningin sjálf
ber öllum aðstandendum
sínum frábært vitni, hún
er hugvitsamleg, aðgengi-
leg og hæfilega viðeigandi
fyrir áhorfendur, dansandi
á tryllings mörkunum.
Mætti ég óska þess
að næsta tríó (skáldverk/
kvikmynd/leiksýning) yrði
Kaldaljós Vigdísar Gríms-
dóttur?
Hljóðheim-
ur Harm-
sögu
Þ
að er galdur
að semja góða
leikhústónlist.
Það er alls ekki
á allra færi.
Þegar best tekst til er tón-
listin eins og hjartsláttur;
hljóðheimurinn auðgar allt
sem sést og einnig það sem
liggur milli línanna. Sam-
talið þarf að vera gott því
þar sem svo mörg skynfæri
koma saman má eitt ekki
stela frá öðru.
Tónlist Johns Gr-
ant varð eins og þriðja
persónan í sýningunni á
Harmsögu eftir Mikael
Torfason, í leikstjórn Unu
Þorleifsdóttur, í Kassa
Þjóðleikhússins. Tónlistin
er meðal þess sem ég man
best úr sýningunni. Sam-
starf Grants og Kristins
Gauta Einarssonar sem
skóp hljóðmynd hennar
hlýtur að hafa verið með
afbrigðum gefandi.
Treginn í músíkinni
kallaðist vel á við stemmn-
inguna í verkinu sjálfu,
magnaði upp æsinginn,
gaf aðstæðunum „botn“.
Og þessi maður er með
rosalega rödd sem hrein-
lega smýgur inn í merg.
Sýningin Harmsaga er
nútímaleg þó að sagan sé
bæði gömul og ný, aðdrag-
andi ástríðuglæps eins og
Sísifosmartröð þar sem
fólk kemst ekki undan öm-
urlegu hlutskipti sínu.
eftir Kristrúnu Heiðu Hauksdóttur
01/01 kjarninn Exit
Smelltu til að horfa
á myndband
við lag Hjaltalín
af fjölunum