Kjarninn - 03.10.2013, Side 86

Kjarninn - 03.10.2013, Side 86
02/04 kjarninn Exit D anmerkur og Grænlands á Feneyjatví- æringnum 2012 snerist um að koma með tillögur að sjálfbærum hugmyndum fyrir þróun hagkerfis, samfélags og menningar Grænlands. Þar unnu verkfræðingar, skipulagsfræðingar, mannfræðingar og arkitektar saman að framtíðarhugmyndum fyrir samfélagið á þessum tímum örra breytinga. Hluti af sýningunni var verkefni sem unnið var af dönsku arkitektastofunni BIG í samvinnu við Tegnestuen Nuuk og heitir „Connecting Greenland: AIR+PORT“ Grænland Hugmyndin byggir á því að Grænland er ríkt af auð- lindum og mikilvægt er að nota þær rétt með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Nýjar tengingar opnast með nýjum siglinglaleiðum en einnig eru Grænlendingar í mikilli þörf fyrir bættar samgöngur innanlands. Hópur- inn lagði fram hugmyndir um nýjan alþjóðaflugvöll í Nuuk og endurbætur á iðnaðarhöfn svæðisins. Hið nýja AIR+PORT væri þá miðstöð alþjóðlegrar umferðar sem gæti aukið ferðamennsku á Grænlandi sem myndi þá vonandi lækka ferðakostnað fyrir íbúa á svæðinu og auð- velda þeim að ferðast innanlands. Mannvirkið er formað eins og kross og staðsetningin er eyja rétt utan við Nuuk. Grænland Hugmyndir dönsku arkitekt- anna BIG og Tegnestuen Nuuk fyrir flug- og skipahöfn í Nuuk sem sýnd var á Feneyja- tvíæringnum 2012 Smelltu til að skoða fleiri hugmyndir frá Possible Greenland

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.