Kjarninn - 26.12.2013, Page 14

Kjarninn - 26.12.2013, Page 14
Deildu með umheiminum Álit Forgangsröðun í þágu heimila Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, skrifar j ól og áramót er sá tími sem við njótum með fjölskyldu, ættingjum og vinum. Ég vona að allir hafi átt gleðileg jól og gæðastundir með sínum nánustu. En þetta er líka tíminn þar sem við stöldrum við, förum yfir og metum árið sem er að líða og undirbúum okkur fyrir það næsta. Þegar litið er yfir árið sem nú er að líða er ljóst að það urðu mikil kaflaskil í stjórnmálunum þegar ný ríkisstjórn tók til starfa eftir kosningar síðasta vor. Strax á fyrstu dögum stjórnarsamstarfsins mátti finna nýjan og breyttan tón í þjóðfélaginu, væntingarnar voru miklar og verkefnin mörg og brýn. Strax á sumarþingi sáust nýjar áherslur í forgangs röðun, framkvæmdum og fjármálum. Alþingi samþykkti að hefja vinnu vegna skuldavanda heimilanna og í haustbyrjun kynnti fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp næsta árs þar sem gert er ráð fyrir hallalausum fjárlögum í fyrsta sinn í fimm ár. Um síðustu mánaðamót kynnti ríkisstjórnin svo tillögur til lausnar á skuldavanda heimilanna sem ekki aðeins leysa vanda margra heimila og auka ráðstöfunartekjur, heldur einnig treysta hagvöxt í landinu. Umfram allt er ríkisstjórnin að standa við það sem hún lofaði: Að lækka skuldir verðtryggðra húsnæðislána, að lækka skatta og álögur, taka til baka skerðingu á ellilífeyrisþegum, stuðla að framförum í atvinnulífi, bæta heilbrigðis- kerfið, rétta af rekstur ríkissjóðs, auka löggæslu og almannaöryggi og þannig mætti lengi telja. Það þarf að auka kaupmátt og forgangs- raða í þágu heimilanna. Við það verður staðið og stærstu aðgerðir ríkisstjórnar- innar til þessa eru til þess fallnar. Stjórnar- flokkarnir vinna náið saman að þeim verkefnum sem þeir tóku að sér og almenn- ingur mun finna fyrir betri lífsskilyrðum hér á landi í náinni framtíð. Þetta er ríkisstjórn heimilanna í landinu. Mikilvægasta verkefnið af öllu var – og er – að skapa von og trú á framtíðina. Að byggja hér upp öflugt efnahagskerfi, búa til þannig farveg að atvinnulíf hér á landi sæi tækifæri til að vaxa og dafna og þannig tryggja það velferðarkerfi sem við viljum búa við. Það er líka sameiginlegt verkefni okkar allra að tryggja það að ungt fólk sjái framtíðina fyrir sér á Íslandi. Viðfangsefnið er því ekki eingöngu það að leysa úr vandamálum nútímans heldur byggja upp fyrir framtíðina. Nú um áramót er líka rétt að staldra við og minna okkur á það að við Íslendingar höfum áður upplifað erfiða tíma en við höfum aldrei gefist upp. Við ætlum ekki að byrja á því núna enda bíða okkar óteljandi tækifæri til vaxtar og fram- þróunar. Við horfum ekki á erfiða tíma sem afsökun heldur áskorun sem felur í sér tækifæri. Þannig verðum við alltaf að hugsa. Þess vegna mun okkur takast að leysa úr vandamálum og byggja landið fyrir kom- andi kynslóðir. Á nýju ári skulum við áfram takast á við verk- efnin af metnaði, von og trú á framtíðina. Við skulum öll vinna saman að því að gera árið 2014 enn betra en árið í ár. „Nú um áramót er líka rétt að staldra við og minna okkur á það að við Ís- lendingar höfum áður upplifað erfiða tíma en við höfum aldrei gefist upp.“ um HöFundinn Hanna Birna Kristjánsdóttir er varaformaður Sjálfstæðis flokksins og innanríkis- ráðherra 01/01 kjarninn ÁLit
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.