Kjarninn - 26.12.2013, Page 14
Deildu með
umheiminum
Álit
Forgangsröðun í
þágu heimila
Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins, skrifar
j ól og áramót er sá tími sem við njótum með fjölskyldu, ættingjum og vinum. Ég vona að allir hafi átt gleðileg jól og gæðastundir með sínum nánustu. En þetta er líka tíminn þar sem við stöldrum við, förum yfir og
metum árið sem er að líða og undirbúum okkur fyrir
það næsta.
Þegar litið er yfir árið sem nú er að líða er ljóst að það
urðu mikil kaflaskil í stjórnmálunum þegar ný ríkisstjórn tók
til starfa eftir kosningar síðasta vor. Strax á fyrstu dögum
stjórnarsamstarfsins mátti finna nýjan og breyttan tón í
þjóðfélaginu, væntingarnar voru miklar og verkefnin mörg
og brýn.
Strax á sumarþingi sáust nýjar áherslur í forgangs röðun,
framkvæmdum og fjármálum. Alþingi samþykkti að hefja
vinnu vegna skuldavanda heimilanna og í haustbyrjun
kynnti fjármálaráðherra fjárlagafrumvarp næsta árs þar sem
gert er ráð fyrir hallalausum fjárlögum í fyrsta sinn í fimm
ár. Um síðustu mánaðamót kynnti ríkisstjórnin svo tillögur
til lausnar á skuldavanda heimilanna sem ekki aðeins leysa
vanda margra heimila og auka ráðstöfunartekjur, heldur
einnig treysta hagvöxt í landinu.
Umfram allt er ríkisstjórnin að standa við það sem
hún lofaði: Að lækka skuldir verðtryggðra húsnæðislána,
að lækka skatta og álögur, taka til baka
skerðingu á ellilífeyrisþegum, stuðla að
framförum í atvinnulífi, bæta heilbrigðis-
kerfið, rétta af rekstur ríkissjóðs, auka
löggæslu og almannaöryggi og þannig mætti
lengi telja.
Það þarf að auka kaupmátt og forgangs-
raða í þágu heimilanna. Við það verður
staðið og stærstu aðgerðir ríkisstjórnar-
innar til þessa eru til þess fallnar. Stjórnar-
flokkarnir vinna náið saman að þeim
verkefnum sem þeir tóku að sér og almenn-
ingur mun finna fyrir betri lífsskilyrðum hér á landi í náinni
framtíð. Þetta er ríkisstjórn heimilanna í landinu.
Mikilvægasta verkefnið af öllu var – og er – að skapa von
og trú á framtíðina. Að byggja hér upp öflugt efnahagskerfi,
búa til þannig farveg að atvinnulíf hér á landi sæi tækifæri
til að vaxa og dafna og þannig tryggja það velferðarkerfi sem
við viljum búa við. Það er líka sameiginlegt verkefni okkar
allra að tryggja það að ungt fólk sjái framtíðina fyrir sér á
Íslandi. Viðfangsefnið er því ekki eingöngu það að leysa úr
vandamálum nútímans heldur byggja upp fyrir framtíðina.
Nú um áramót er líka rétt að staldra við og minna okkur
á það að við Íslendingar höfum áður upplifað erfiða tíma en
við höfum aldrei gefist upp. Við ætlum ekki að byrja á því
núna enda bíða okkar óteljandi tækifæri til vaxtar og fram-
þróunar. Við horfum ekki á erfiða tíma sem afsökun heldur
áskorun sem felur í sér tækifæri. Þannig verðum
við alltaf að hugsa. Þess vegna mun okkur takast að
leysa úr vandamálum og byggja landið fyrir kom-
andi kynslóðir.
Á nýju ári skulum við áfram takast á við verk-
efnin af metnaði, von og trú á framtíðina. Við
skulum öll vinna saman að því að gera árið 2014 enn
betra en árið í ár.
„Nú um áramót er
líka rétt að staldra
við og minna okkur
á það að við Ís-
lendingar höfum
áður upplifað erfiða
tíma en við höfum
aldrei gefist upp.“
um HöFundinn
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
er varaformaður
Sjálfstæðis flokksins
og innanríkis-
ráðherra
01/01 kjarninn ÁLit