Kjarninn - 26.12.2013, Side 24

Kjarninn - 26.12.2013, Side 24
maí okt feb júní sept des apríl ágú nóv mars júlí jan 02/13 Fréttir Ársins 2013 janúar erlentinnlent 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 Frakkar blanda sér í vopnuð átök í malí 11. janúar 2013 Frakkar hófu hernaðaríhlutun í Malí til þess að reyna að stöðva framgang íslamista, sem höfðu sölsað undir sig norðurhluta landsins og færðu sig sífellt sunnar. Frakkar sögðu upphaflega að íhlutunin myndi aðeins standa í nokkrar vikur. Hermenn frá nágrannaríkjum Malí komu fljótlega til stuðnings við franska herliðið auk þess sem ýmis Evrópuríki lofuðu hjálp. Það var ekki fyrr en í apríl sem Frakkar fóru að fækka í herliði sínu, en herlið nágranna- ríkjanna var áfram til að tryggja stöðugleika. Í maí var því lofað á alþjóðlegri ráðstefnu að Malíbúar fengju fjóra milljarða bandaríkja- dala til að endurbyggja landið. Mánuði síðar skrifuðu stjórnvöld og uppreisnarmenn undir vopnahléssamning til að hægt væri að halda forsetakosningar. Í ágúst var ibrahim Boubacar Keita kjörinn forseti en það leið ekki á löngu þar til vopnahléssamkomulagið hafði verið brotið. Í nóvember var svo tveimur frönskum blaðamönnum rænt og þeir drepnir af íslamist- um, sem sögðu morðin hefnd fyrir hernaðar- aðgerðirnar. Blóðug gíslataka 16.–19. janúar 2013 Herskáir íslamistar tengdir al-Kaída tóku hátt í þúsund manns í gíslingu í gasvinnslustöð í alsír. Umsátur um stöðina stóð yfir í fjóra daga þar til lögreglan réðist til atlögu. 40 starfs- menn í stöðinni létust, sem og 29 gíslatöku- menn. tæplega 800 manns var bjargað. armstrong viðurkennir mis- notkun 17. janúar 2013 Hjólreiðakappinn Lance armstrong viður- kenndi loks, í viðtali við Opruh Winfrey, að hafa misnotað ýmiss konar lyf á ferlinum. mótmælt í egyptalandi á ný 25. janúar 2013 Hundruð þúsunda mótmæltu Mohamed Morsi Egyptalandsforseta þegar tvö ár voru liðin frá upphafi mótmælanna í landinu. mannskæður eldsvoði 27. janúar 2013 Rúmlega 230 manns létust þegar eldur kom upp á næturklúbbi í Santa Maria í suðurhluta Brasilíu. Þjóðarsorg ríkti í landinu og elds- voðinn vakti spurningar um getu ríkisins til að halda heimsmeistarakeppni í fótbolta og Ólympíuleika. íranar senda apa í geiminn 28. janúar 2013 Íranar greindu frá því í lok janúar að þeim hefði tekist að senda apa út í geim. Málið vakti athygli, ekki síst eftir að í ljós kom að apinn sem sýndur var að lokinni geimferðinni var ekki sá sami og sýndur var áður en lagt var í hana. Íranar sögðu myndarugling útskýra málið, og seinna á árinu sendu þeir annan apa í geiminn. Forðuðu vandræðum á nýársnótt 1. janúar 2013 Bandarískir þingmenn eyddu áramótum í að samþykkja málamiðlunartillögu sem forðaði ríkinu frá stórfelldum vandræðum – í bili. Bundu flugdólg 3. janúar 2013 Flugdólgur trylltist í flugvél icelandair. Áhöfn og farþegar binda manninn og kefluðu með lími og plastböndum. Ásgeir trausti vinsælastur 4. janúar 2013 Plötusala var minni á árinu 2012 en árið á undan. Plata Ásgeirs trausta var samt sölu- hæsta frumraun sögunnar. Hún seldist í 22 þúsund eintökum frá september og út árið. olíuvinnsla leyfð á drekanum 4. janúar 2013 Orkustofnun gaf út tvö leyfi til rannsókna og vinnslu á olíu og gasi á Drekasvæðinu. ein á suðurpólnum 17. janúar 2013 Vilborg arna Gissurardóttir náði á suðurpólinn. Hún hafði gengið ein yfir Suðurskautslandið í 60 daga. íslendingar vinna icesave- málið fyrir eFta-dóminum 28. janúar 2013 EFta-dómstóllinn hafnaði öllum kröfum Eftirlits stofnunar EFta (ESa) á hendur Íslendingum í icesave-málinu. Ísland vann þar með fullnaðarsigur í málinu. Ríkið var hvorki talið hafa brotið innstæðutryggingu Evrópusambandsins né mismunað innstæðu- eigendum eftir þjóðerni. dómarnir þyngdir yfir Hell angeles-hrottum 31. janúar 2013 Hæstiréttur þyngdi dóma yfir fjórum sak- borningum í svokölluðu Hells angels-líkams- árásarmáli. andrea Kristín Unnarsdóttir, kölluð „slæma stelpa“, fékk þyngsta dóminn, fimm og hálfs árs fangelsi. Fær að heita Blær 31. janúar 2013 Blær Bjarkardóttir Rúnarsdóttir, 15 ára, vann mál gegn íslenska ríkinu og fékk að heita nafninu sínu þrátt fyrir að Mannanafnanefnd hefði úrskurðað að það væri karlmannsnafn. Karl vignir játar tæplega 50 kynferðisbrot gegn börnum 7. janúar 2013 Kastljós sýndi þátt um Karl Vigni Þorsteinsson þar sem hann játaði allt að fimmtíu kynferðis- brot gegn börnum, sem sum hver voru ekki fyrnd. Samtímis stigu nokkur fórnarlamba hans fram og sögðu frá þeirri misnotkun sem átt hafði sér stað. Daginn eftir rakti Kastljós langan brotaferil Karls Vignis. Upptakan þar sem Karl Vignir játar brot sín var tekin upp um miðjan desember 2012 og lögreglu gert viðvart í kjölfarið. Karl Vignir var hins vegar ekki handtekinn fyrr en eftir að Kastljós fjallaði um málið. (http://bit.ly/1gKkuah) skógareldar í Ástralíu 4. janúar 2013 Fyrstu vikur ársins ollu skógareldar miklu tjóni í Ástralíu í kjölfar mikillar hitabylgju. Loftslags- nefnd varaði við því að loftslagsbreytingar orsökuðu þessar öfgar í veðurfari.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.