Kjarninn - 26.12.2013, Side 32

Kjarninn - 26.12.2013, Side 32
júní maí apríl mars feb jan okt sept des ágú nóv júlí 08/13 Fréttir Ársins 2013 júlí erlentinnlent 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 morsi steypt af stóli 3. júlí 2013 Mohammed Morsi, forseta Egyptalands, var steypt af stóli. Herinn tók völdin og felldi á sama tíma hina nýju stjórnarskrá úr gildi. Kolsvört skýrsla um íls 2. júlí 2013 Rannsóknarnefnd alþingis um Íbúðalánasjóð skilar kolsvartri skýrslu um starfsemi hans. Niðurstaða hennar var að mistök við rekstur sjóðsins hefðu kostað íslensku þjóðina hundruð milljarða króna. Ýmsar rangfærslur voru í skýrslunni, sem leiddu til töluverðar gagnrýni á hana. Hlutabréf til starfsmanna 17. júlí 2013 tilkynnt var að um 1.400 starfsmenn Landsbankans, sem er í ríkiseigu, fengju afhent hlutabréf í bankanum að andvirði 4,7 milljarðar króna. Fimm ár liðin frá hámarki góðærisins á íslandi 19. júlí 2013 Sex ár voru liðin frá því að úrvalsvísitala Kauphallarinnar fór yfir 9.000 stig í fyrsta og eina skiptið. Það markaði hámark hins svokallaða góðæris. jóhannes í Bónus andast 27. júlí 2013 Jóhannes Jónsson, oftast kenndur við Bónus, lést 72 ára að aldri. aron velur Bandaríkin 29. júlí 2013 aron Jóhannsson tilkynnti að hann ætlaði sér að spila fyrir bandaríska knattspyrnulands- liðið frekar en það íslenska. malala ávarpar sþ 12. júlí 2013 Malala Yousafzai varð heimsfræg eftir að talibanar í Pakistan reyndu að myrða hana. Hún hélt upp á sextán ára afmæli sitt með því að ávarpa allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Hún hélt áfram að ferðast og halda ávörp út árið og hlaut fjölda viðurkenninga fyrir baráttu sína. Margir vildu að hún fengi friðarverðlaun Nóbels en úr því varð ekki. Zimmerman sýknaður 14. júlí 2013 George Zimmerman var sýknaður af ákæru um að hafa myrt hinn sautján ára gamla trayvon Martin. Martin var þeldökkur og mál- ið vakti miklar tilfinningar hjá þeim sem töldu að Zimmerman hefði sýnt kynþátta fordóma þegar hann skaut Martin. Zimmerman var sjálfboðaliði í nágrannavörslu þegar hann sá Martin, sem var óvopnaður. Zimmerman hélt því hins vegar fram að hann hafi skotið á Martin í sjálfsvörn og slapp. navalny látinn laus 19. júlí 2013 Stjornarandstæðingurinn alexei Navalny var handtekinn og dæmdur en látinn laus sólarhring síðar eftir gríðarleg mótmæli í Rússlandi. Honum var leyft að bjóða sig fram til borgarstjóra Moskvu, þar sem hann tapaði, en var seinna á árinu dæmdur fyrir hærri rétti til skilorðsbundinnar vistar, sem þýðir að hann getur ekki boðið sig fram til neins embættis. Mál Navalny beindi athygli að valda baráttunni í Kreml, en viðbrögð stjórnvalda þóttu óreiðu- kennd. Breskur prins fæddur 23. júlí 2013 Breska konungsfjölskyldan stækkaði enn. Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja, kona hans, eignuðust son í lok júlí. Barnsins hafði verið beðið með eftirvæntingu meðal aðdáenda konungsfjölskyldunnar, en hann fékk síðar nafnið Georg alexander Lúðvík. manning dæmd fyrir leka 30. júlí 2013 Bradley Manning var dæmdur í 35 ára fangelsi fyrir gagnalekann til Wikileaks. Manning var ekki talinn hafa gerst sekur um að aðstoða óvininn, sem var alvarlegasta ákæruatriðið, en var dæmdur sekur að öðru leyti. Skömmu eftir að dómurinn féll tilkynnti Manning að hún væri kona og hygðist héðan af nota fornafnið Chelsea.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.