Kjarninn - 26.12.2013, Síða 36

Kjarninn - 26.12.2013, Síða 36
okt sept ágú júlí júní maí apríl mars feb jan des nóv 12/13 Fréttir Ársins 2013 nóvember erlentinnlent 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Hamfarir á Filippseyjum 11. nóvember 2013 Rúmlega sex þúsund manns létu lífið vegna fellibyljarins Haiyan, sem gekk yfir Filipps- eyjar í byrjun nóvember. Neyðarástand skap- aðist víða og ráðamenn á Filippseyjum reyndu að beina athygli heimsins að því að loftslags- breytingar hefðu þessi skelfilegu áhrif. Hannes smárason ákærður 4. nóvember 2013 Greint var frá því að Hannesi Smárasyni hefði verið ákærður fyrir að hafa dregið að sér hátt í þrjá milljarða króna af reikningi FL Group í apríl 2005. Fénu var ráðstafað til Fons eignarhaldsfélags, sem notaði það til að kaupa danska flugfélagið Sterling. Quizup slær í gegn 7. nóvember 2013 QuizUp, spurningaleikjasmáforrit íslenska leikjaframleiðandans Plain Vanilla, var sett í loftið. Leikurinn náði ótrúlegum vinsældum á skömmum tíma. Um mánuði síðar voru forsvarsmenn Plain Vanilla búnir að hafna tilboði upp á annan tug milljarða króna í fyrirtækið. Sá sem vildi kaupa var leikjarisinn Zynga. ríkisstofnanir undir hnífinn 11. nóvember 2013 tillögur hagræðingahóps ríkisstjórnarinnar voru kynntar. Í þeim var meðal annars lagt til að rekstur tuga ríkisstofnana yrði endurskoð- aður. alls voru tillögurnar í 111 liðum. Halldór vinnur prófkjörið 16. nóvember 2013 Halldór Halldórsson náði fyrsta sæti í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Konur sem sóttust eftir forystusætum biðu afhroð og þátttaka í prófkjörinu var afar dræm í saman- burði við fyrri prófkjör. Hm-draumurinn úti 19. nóvember 2013 Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tapaði 2-0 fyrir Króatíu í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu í Brasilíu næsta sumar. Árangur liðsins var sá langbesti sem karla- landsliðið hefur nokkru sinni náð. aðalskipulag komið á borðið 26. nóvember 2013 Nýtt aðalskipulag fyrir Reykjavík var sam- þykkt. Það gildir til ársins 2030. Blóðugur dagur á rÚv 27. nóvember 2013 tilkynnt var um niðurskurð í rekstri RÚV vegna lægri framlaga til þess. Starfsmönnum mun fækka um 60 og þar af voru beinar upp- sagnir 39 sem komu þegar til framkvæmda. leiðréttingin lítur dagsins ljós 30. nóvember 2013 Ríkisstjórnin kynnti skuldaniðurfellingar- tillögur sínar. aðgerðirnar voru kallaðar „Leiðréttingin“. Samkvæmt þeim verða verðtryggð húsnæðislán færð niður um allt að 80 milljarða króna. auk þess verður fólki gert kleift að nýta séreignalífeyrissparnað sinn til að greiða niður höfuðstól lána sinna skattfrjálst. Umfang þeirra aðgerða er allt að 70 milljarðar króna. vodafone hakkað 30. nóvember 2013 tyrkneskir tölvuþrjótar brutust inn á heima- síðu Vodafone á Íslandi. Þeir stálu gögnum sem eru samtals um 300 megabæt að stærð og birtu þau síðan í heild sinni á netinu. Um var að ræða 79 þúsund smáskilaboð sem send höfðu verið á heimasíðu Vodafone á síðustu þremur árum, mikinn fjölda lykilorða viðskiptavina Vodafone, kreditkortanúmer og gríðarlegt magn upplýsinga um nöfn og kennitölur viðskiptavina. Þetta er stærsta tölvuárás Íslandssögunnar og stórtækasta árás inn í einkalíf Íslendinga sem nokkru sinni hefur átt sér stað. Konum bjargað úr ánauð 21. nóvember 2013 Þremur konum var bjargað úr húsi í London þar sem þeim hafði verið haldið föngnum í þrjátíu ár. Greint var frá málinu í lok nóvem- ber, en konunum var bjargað mánuði fyrr. Par á sjötugsaldri var handtekið vegna málsins, grunað um að hafa þrælað konunum út allan þennan tíma. þyrla hrapar á skemmtistað 29. nóvember 2013 Níu létust þegar lögregluþyrla hrapaði á fjölsóttan bar við bakka árinnar Clyde í Glasgow. Fjölmennir tónleikar voru á barnum þegar slysið varð og mikil skelfing greip um sig. Nokkra daga tók að fjarlægja brakið og komast að líkunum sem voru undir því. Borgarstjóri sviptur völdum 19. nóvember 2013 Rob Ford, borgarstjóri í toronto í Kanada, var sviptur völdum sínum. Ford stóð í ströngu á árinu og borgarstjórnin greip til þessa neyðarúrræðis í nóvember vegna þess að ekki var hægt að svipta hann embættinu sjálfu, aðeins völdunum sem því fylgja venjulega. Borgarstjórinn hefur orðið uppvís að ýmiss konar ólifnaði, drekkur ótæpilega og neytir eiturlyfja. Þá hefur hann verið sakaður um vændiskaup og kynferðisáreitni. þak hrynur í stórmarkaði 21. nóvember 2013 Yfir fimmtíu manns létust þegar þak stór- markaðar í Ríga, höfuðborg Lettlands, hrundi á háannatíma. Rúmlega þrjátíu til viðbótar slösuðust. Slysið er eitt það mannskæðasta í sögu Lettlands og þriggja daga þjóðarsorg var lýst yfir eftir það. andris Berzinz, forseti Lettlands, sagði að slysið mannskæða hefði verið morð og bæri að rannsaka sem slíkt. Nokkrum dögum síðar tilkynnti Valdis Dombrovskis, forsætisráðherra landsins, afsögn sína og ríkisstjórnarinnar allrar, vegna slyssins. „Landið þarf á ríkisstjórn að halda sem hefur burði til þess að bæta það ástand sem nú ríkir,“ sagði hann. „ég hvet alla til þess að líta til framtíðar og meta hver ábyrgð þeirra er og hegða sér í samræmi við það.“
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.