Kjarninn - 26.12.2013, Page 50
03/07 kjarninn tÓNLiSt
Punk-hljómurinn í raun er og festi Frakkana í sessi sem eina
áhrifamestu sveit síðari ára.
Nick Cave & The Bad Seeds sendu frá sér Push the Sky
Away og uppskáru mikið lof fyrir. Cave sannaði rækilega á
árinu að hann er hvergi nærri hættur og kannski bara rétt að
byrja.
Talsvert var um að listamenn léku sér að tónlistarstefnum
og skilgreiningum.
Colin Stetson gaf út hina framúr skarandi New History
Warfare, Vol. 3: To See More Light á árinu. Bassasaxófónn
Stetsons blandast aðgengilegum lagasmíðum á einstakan
hátt og enn og aftur er ekki annað hægt en að hvá að magn-
aðri hringöndun og hugmyndaflugi tónlistarmannsins.
Nils Frahm átti gott ár með plötunni Spaces, sem blandar
klassískum hljómgrunni saman við nýstárlegar lagasmíðar.
Platan byggir á tónleikaflutningi hans á meira en 30 lögum
sem hann svo endurhljóðblandaði saman.
Jon Hopkins dansaði einnig á línum tónlistarstefna á
plötunni Immunity, sem bræðir saman nýklassíska tóna við
raftónlist svo að úr verður einstök plata.
Konur áttu sterkt ár
Systurnar Bianca og Sierra Casidy létu sköpunarkraftinn
enn og aftur ráða för með CocoRosie og útkoman er hreint
afbragð. Töfrandi textar og dreymnar laglínur eru í fyrirrúmi
á plötunni Tales of a GrassWidow, sem er grípandi og kraft-
mikil og jafnvel besta plata þeirra hingað til.
Breska tríóið Daughter átti eina fallegustu plötu ársins,
If You Leave. Tilfinningar ráða ríkjum og söngkonan Elena
Tonra er óhrædd við að bera þær fyrir allra eyrum þegar hún
syngur opinskátt um ástir, vonir og drauma – sem skilar sér í
einlægri og heillandi plötu.
Alison Goldfrapp og félagar sendu frá sér nær óaðfinnan-
lega plötu á árinu – Tales of Us – sem að mati undirritaðrar
er besta plata þeirra frá upphafi.
Kvenlegur sköpunarkraftur var ekki síðri í poppheimum.
Ungstirnið Lorde skaust heldur betur upp á stjörnuhimininn