Kjarninn - 26.12.2013, Page 51
04/07 kjarninn tÓNLiSt
á árinu með slagaranum Royals. Það er þó langt frá því að
vera sterkasta lagið á plötunni Pure Heroine, sem er frábær
frumraun skemmtilega öðruvísi söngkonu.
Jessy Lanza kom fram á sjónar sviðið á árinu, en hún gerir
út frá Kanada og er á mála hjá framúrstefnulegu útgáfunni
Hyperdub. Seiðandi R&B/raftónarnir á fyrstu plötu hennar,
Pull My Hair Back, hafa vakið verðskuldaða athygli og verður
áhugavert að fylgjast með henni á næstu árum.
Poppdrottningin Beyoncé setti síðan allt á annan endann
þegar hún, korteri fyrir jól, gerði sér lítið fyrir og smellti
nýrri plötu óvænt á al-
netið – án margra mánaða
kynningarstarfsemi eins
og jafnan tíðkast. Ekki
er nóg með að platan sé
stórgóð, heldur er hún
svokölluð sjónræn plata:
inniheldur háklassa
myndband við hvert ein-
asta lag.
Meira af poppi: M.I.A.
og Omar Souleyman
blönduðu bæði etnískum bakgrunni sínum við popptónlist á
listilegan hátt. Það er alltaf gaman þegar listamenn nota ræt-
ur sínar í tónlistarsköpun og einkenna sig frá meginstraumn-
um. Wenu Wenu og Matangi eru góð dæmi, en báðar plöturn-
ar eru einstaklega flottur og öðruvísi rafpoppbræðingur.
The 20/20 Experience markaði endurkomu Justin Tim-
berlake í poppheiminn, en hann hafði haldið sig til hlés í
nokkur ár. Pressan var því mikil þegar hann sendi frá sér
þessa langþráðu plötu – og vissulega er ekki annað hægt
en að bjóða hann aftur velkominn; þarna eru samankomnir
nokkrir helstu poppsmellir ársins.
rokk ársins var eins mismunandi og það var mikið
Dönsku pönkararnir í Iceage sendu frá sér hina stórgóðu
You’re Nothing, sem missir ekkert bit eða sjarma þrátt fyrir
Beyoncé
Poppdrottningin gaf óvænt út
plötu nú rétt fyrir jól.