Kjarninn - 26.12.2013, Page 56

Kjarninn - 26.12.2013, Page 56
02/04 kjarninn KViKMYNDiR helmingur íslenskra mynda frumsýndra á árinu er ekki upphaflega styrktur af kvikmyndasjóð. Það má samt vel sjá jákvæða hlið á þessu þar sem greinilegt er að sumir íslenskir kvikmyndagerðar menn láta skort á styrkjum ekki stöðva sig í að fara af stað með heila bíómynd og er það eflaust fyrirboði um spennandi framtíð í íslenskri kvikmyndagerð (til dæmis er útlit fyrir að í það minnsta þrjár óháðar íslenskar myndir verði frumsýndar árið 2014). Af þeim sex íslensku bíómyndum sem komu út á árinu komst þó engin í flokk bestu íslensku bíómyndanna, engin jafnaðist á við Sódómu Reykjavík eða Börn náttúrunnar. Kvik- myndaárið hófst í janúar með XL (fyrstu óháðu mynd ársins) eftir Martein Þórsson, sem fjallar um ævintýri drykkfellds stjórnmálamanns (sem leikinn er af Ólafi Darra) sem gerir mislukkaða tilraun til að bæta líf sitt. Myndin er virðingarverð tilraun til að gera eitthvað öðruvísi í íslenskri kvikmynda gerð, oft skemmtilega djörf og fyndin en líka losaraleg og einhæf og ekki nógu heilsteypt þegar á heildina er litið. Svipaða sögu er að segja um Þetta reddast, sem kom næst á eftir XL. Hún var tekin árið 2009 en sat í klippiherberginu í næstum fjögur ár áður en henni var loksins hleypt út (hún var einnig gerð án styrkja). Myndin var víst að stórum hluta spunnin og þótt hún sé oft fyndin og ágætlega leikin er hún líka frekar langdregin og sagan svolítið ruglingsleg. Engu að síður má sjá að leikstjórinn Börkur Gunnarsson er nokkrum hæfileikum gæddur og verður áhugavert að sjá meira frá honum í framtíðinni. Síðasta óháða mynd ársins, og jafnframt sú besta, var Falskur fugl. Myndin hafði vott af byrjendabrag og var kannski aðeins of augljóslega byggð á bók en Þóri Ómari Jónssyni leikstjóra tókst engu að síður að gera nokkuð sterka og athyglisverða frumraun og gaman var að sjá mynd um unglinga þar sem þeir tala eins og alvöru unglingar en ekki eins og einhver asnaleg hugmynd fullorðins fólks um hvernig unglingar tala. Þóri Ómari tókst líka að láta myndina líta út fyrir að kosta mun meira en hún líklega gerði og er það ákveðið afrek út af fyrir sig.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.