Kjarninn - 26.12.2013, Page 56
02/04 kjarninn KViKMYNDiR
helmingur íslenskra mynda frumsýndra á árinu er ekki
upphaflega styrktur af kvikmyndasjóð. Það má samt vel sjá
jákvæða hlið á þessu þar sem greinilegt er að sumir íslenskir
kvikmyndagerðar menn láta skort á styrkjum ekki stöðva sig
í að fara af stað með heila bíómynd og er það eflaust fyrirboði
um spennandi framtíð í íslenskri kvikmyndagerð (til dæmis
er útlit fyrir að í það minnsta þrjár óháðar íslenskar myndir
verði frumsýndar árið 2014).
Af þeim sex íslensku bíómyndum sem komu út á árinu
komst þó engin í flokk bestu íslensku bíómyndanna, engin
jafnaðist á við Sódómu Reykjavík eða Börn náttúrunnar. Kvik-
myndaárið hófst í janúar með XL (fyrstu óháðu mynd ársins)
eftir Martein Þórsson, sem fjallar um ævintýri drykkfellds
stjórnmálamanns (sem leikinn er af Ólafi Darra) sem gerir
mislukkaða tilraun til að bæta líf sitt. Myndin er virðingarverð
tilraun til að gera eitthvað öðruvísi í íslenskri kvikmynda gerð,
oft skemmtilega djörf og fyndin en líka losaraleg og einhæf og
ekki nógu heilsteypt þegar á heildina er litið.
Svipaða sögu er að segja um Þetta reddast, sem kom næst
á eftir XL. Hún var tekin árið 2009 en sat í klippiherberginu
í næstum fjögur ár áður en henni var loksins hleypt út (hún
var einnig gerð án styrkja). Myndin var víst að stórum hluta
spunnin og þótt hún sé oft fyndin og ágætlega leikin er hún
líka frekar langdregin og sagan svolítið ruglingsleg. Engu að
síður má sjá að leikstjórinn Börkur Gunnarsson er nokkrum
hæfileikum gæddur og verður áhugavert að sjá meira frá
honum í framtíðinni.
Síðasta óháða mynd ársins, og jafnframt sú besta, var
Falskur fugl. Myndin hafði vott af byrjendabrag og var
kannski aðeins of augljóslega byggð á bók en Þóri Ómari
Jónssyni leikstjóra tókst engu að síður að gera nokkuð
sterka og athyglisverða frumraun og gaman var að sjá mynd
um unglinga þar sem þeir tala eins og alvöru unglingar en
ekki eins og einhver asnaleg hugmynd fullorðins fólks um
hvernig unglingar tala. Þóri Ómari tókst líka að láta myndina
líta út fyrir að kosta mun meira en hún líklega gerði og er
það ákveðið afrek út af fyrir sig.