Kjarninn - 26.12.2013, Page 72
Nintendo Wii-leikjatölvunni sem varð söluhæsta leikjatölva
þeirrar kynslóðar sem nú er að renna sitt skeið á enda.
ævintýralegur árangur Grand theft auto
Tölvuleikurinn Grand Theft Auto V (GTA V) var búinn að
þéna meira en 800 milljónir dollara sólarhring eftir að hann
fór í sölu. Leikurinn kostaði um það bil 137 milljónir dollara
í framleiðslu, sem tók hvorki meira né minna en fimm ár, en
markaðsherferð leiksins kostaði um 119 milljónir dollara og
alls komu yfir þúsund manns að gerð hans. GTA V er ekki
eini leikurinn til að ná viðlíka árangri og framleiðsla slíkra
peningaprentsmiðja heldur bara áfram því þegar útgefendur
detta niður á formúlu sem virkar er hún blóðmjólkuð þang-
að til sú næsta finnst. Á hverju ári koma út nýjar útgáfur af
Call of Duty, Battlefield, FIFA, NBA og fleiri seríum sem allar
mala gull.
Árið 2013, sem senn er á enda, er sérstakt ár í tölvuleikja-
heiminum. Ný kynslóð véla er að banka á dyrnar með öllum
sínum nýju leikjum og möguleikum og ein sterkasta kynslóð
frá upphafi kveður þó að framleiðendur muni ekki yfirgefa
þær strax. Bæði Sony og Microsoft hafa lengt líf Playstation
3 og Xbox 360 en Nintendo-menn hafa með öllu yfirgefið Wii-
tölvuna sína þó að 100 milljónir slíkra véla hafi selst. Sony og
Microsoft ætla að halda eitthvað áfram enda eru 160 milljónir
véla þarna úti og báðar vélarnar seljast enn vel.
02/07 kjarninn tÖLVULEiKiR
Peningaprentvél
Leikirnir í Grand theft
auto-syrpunni eru fullir
af ofbeldi en hafa malað
framleiðendum sínum
gull í fjölda ára. Fimmti
leikurinn sló öll sölumet.