Kjarninn - 26.12.2013, Side 73
03/07 kjarninn tÖLVULEiKiR
nintendo fyrst
Nintendo var fyrst til að gefa út tölvuna sem er hluti af
nýjustu kynslóð leikjatölva, þeirri áttundu. Nintendo Wii U
kallast gripurinn og hefur hann fengið misjafna dóma. Við
lok þriðja ársfjórðungs hafði Nintendo selt 3,9 milljónir véla,
sem verður að teljast vonbrigði þar sem bæði Playstation 4
og Xbox One, nýjustu vélar keppinautanna, seldu milljón
eintök á fyrsta söludegi nýverið og það löngu eftir að Wii U
kom á markað. Þó er allt oft snemmt að afskrifa Nintendo,
bæði vegna þess að kapphlaupið er nýhafið og enn getur
allt gerst en þó sérstaklega vegna þess að Nintendo á svo
mörg tromp á hendi. Sterkustu tromp Nintendo eru eigin
leikir fyrirtækisins, ekki leikir sem gerðir eru af þriðja aðila.
Fallbyssur eins og bræðurnir Mario og Luigi í sínum mörgu
birtingarmyndum munu selja vélina í milljónum eintaka
hvort sem það er nýr Super Mario leikur, Mario Kart, Luigi´s
Mansion, Donkey Kong Jr, Zelda, Metroid Prime og hvað allar
þessar hetjur heita.
Keimlíkar en blæbrigðamunur
Playstation 4 og Xbox One eiga báðar eftir að seljast vel, þær
eru keimlíkar en þó er blæbrigðamunur í hönnun þeirra og
möguleikum. Það sem mun þó selja vélarnar eru leikirnir
fyrst og fremst en ekki allir hinir möguleikarnir. Microsoft
hefur sem dæmi einsett sér að gera Xbox One að því tæki í
stofunni sem allt skal gera. Tölvuleikir og sjónvarpsáhorf,