Kjarninn - 26.12.2013, Side 78
01/01 kjarninn SJÖ SPURNiNGaR
G
ísli S. Brynjólfsson er annar framkvæmdastjóra
auglýsingastofunnar Hvíta hússins. Stofan
hefur starfað lengst allra auglýsingastofa
hér lendis, allt frá árinu 1961, og hefur ára-
tuga reynslu af markaðsstörfum fyrir mörg af
stærstu fyrirtækjum á Íslandi. Hvíta húsið hefur hlotið fleiri
verðlaun fyrir starf sitt en nokkur önnur íslensk auglýsinga-
stofa, bæði hérlendis og erlendis.
Hvað er það jákvæðasta sem gerðist á Íslandi árið 2013?
Fyrir mig persónulega og fyrir okkur á Hvíta var 2013 að mörgu leyti fínt ár.
Við höfum fengið að vinna að mörgum skemmtilegum verkefnum sem hafa
skilað árangri og vakið athygli, bæði hér heima og utan landsteinanna. ætli ég
verði ekki sérstaklega að nefna gott gengi okkar á auglýsingahátíð Lúðursins
í mars síðastliðnum, þar sem við unnum til flestra verðlauna, þar á meðal
herferð ársins fyrir Vodafone. Sumarið var síðan mjög áhugavert þegar við
unnum með kettinum Jóa í herferð fyrir Sjóvá. ég held að sjaldan hafi einn
leikari verið með eins mikla stjörnustæla; sá lét okkur hafa fyrir því. Þetta eru
kannski stærstu punktarnir. Já! Og svo losnuðum við auðvitað við icesave-
umræðuna. Vonandi!
Hvað var það neikvæðasta sem gerðist á Íslandi árið 2013?
Það neikvæðasta var í raun það sem gerðist ekki. Sumarið lét aldrei sjá sig.
Það hafði áhrif á sálarlíf mitt og golfsveifluna, ég ætla allavega að nota þá af-
sökun. Og svo til að „toppa“ sumarið féll Skaginn í fyrstu deild. annars engin
stór áföll, svona ef maður hættir að vorkenna sjálfum sér.
Hvaða hlutum er brýnast að breyta til að styrkja stöðu
þjóðarinnar og gera samfélagið betra?
Einhver sagði „it´s the economy, stupid“, og ég held að það sé svolítið staðan
hjá okkur ennþá. að lækka skatta á fyrirtæki – hvort sem það væri í formi
lægri launatengdra gjalda eða lægri tekjuskatta – held að að myndi hjálpa
mikið til og gæti verið þúfan sem myndi velta „hlassi“ atvinnulífsins af stað.
ég held að það sé ein af stóru forsendunum til þess að koma fyrirtækjunum
almennilega af stað. Hvað sóknartækifærin varðar held ég, eftir að hafa unnið
með nokkrum sjávarútvegsfyrirtækjum á síðastliðnum árum, að sé forgangs-
verkefni hjá okkur að fara í almennilega markaðssetningu á íslenskum sjávar-
afurðum. Við erum að verða eftirbátar á mörgum mörkuðum og höfum dregið
lappirnar allt of lengi í þessum efnum.
Hvernig metur þú stöðu landsins í lok árs, og hvort telur þú að
staða Íslands muni hafa versnað eða batnað í lok árs 2014?
ég held að það sé hægt að benda á nokkra þætti sem eru jákvæðir og hafa
sannarlega bætt stöðu landsins, þótt enn séu vissulega fjölmörg stórmál
óleyst. augljósust er náttúrulega þessi fjölgun ferðamanna en mér finnst ekki
síður jákvætt að sjá þennan gríðarlega áhuga á landinu til framleiðslu á kvik-
mynduðu efni: kvikmyndum, sjónvarpsþáttum og auglýsingum. Hvort tveggja
eru vaxtartækifæri sem verður að passa. Vonandi getum við horft til baka í lok
næsta árs og þá verði til viðbótar komnar einhverjar leiðir til að leysa önnur
stærri mál, eins og gjaldeyrismálin.
Hvernig stendur ríkisstjórnin sig að þínu mati, hvað hefur hún
gert vel og hvað ekki?
Persónulega hef ég orðið fyrir ákveðnum vonbrigðum með hana þar sem ég
hélt að hún myndi láta meira til sína taka á fyrstu mánuðunum. Það var í það
minnsta tónninn sem var gefinn eftir kosningar. Mér finnst útspil hennar
með skuldaniðurfellinguna þó gott að því leyti til að það virðist vera nokkuð
almenn sátt um hana. Það var mjög mikilvægt. Mér finnst þessi ríkisstjórn
þó aðallega hafa klúðrað málum á PR-hliðinni, og þá kannski sérstaklega
ákveðnir einstaklingar innan ríkisstjórnarflokkanna.
Hvar sérð þú helstu tækifæri Íslands á næsta ári/árum?
Þau eru mörg en ég held að þau séu ekki hvað síst í sjávarútvegi. Við höfum
unnið frábæra hluti á mörgum sviðum sjávarútvegs eins og til dæmis í vinnslu
og nýtingu hráefnis, sem hefur skilað sér í nýjum og betri afurðum. ég held að
það sé kominn tími á að við förum að koma þessu vopnabúri okkar á framfæri
með stefnumiðaðri markaðssetningu. Við höfum séð hvernig bæði Noregur
hefur unnið sína heimavinnu í þessum málum og líka alaska með laxinn. Við
getum ekki beðið lengur.
Er framtíðin björt fyrir land og þjóð?
Já, það tel ég að hljóti að vera. ég er í það minnsta bjartsýnn. ég er reyndar
það heppinn að fá að vinna að stefnumótun margra fyrirtækja, þannig að ég
fæ að upplifa hvað tækifærin eru mörg. En það verður náttúrulega að halda
rétt á spilunum til þess að nýta þau. En ef við miðum við fjölda tækifæra get
ég ekki verið annað en bjartsýnn.
Deildu með
umheiminum
sjö spurninGar
Gísli s. Brynjólfsson
framkvæmdastjóri Hvíta
hússins, sem vann meðal
annars flest verðlaun á
auglýsingahátíð Lúðursins á
árinu 2013
ríkisstjórnin hefur
klúðrað pr-málum