Kjarninn - 26.12.2013, Page 84
02/06 kjarninn StJÓRNMÁL
a
ngela Merkel, kanslari Þýskalands, er valda-
mesta kona heims. Á hverju ári gefur Forbes
Magazine út lista yfir valdamestu einstak-
linga heims, sem og sér lista yfir valdamestu
konurnar. Á síðustu átta árum hefur Merkel,
sem er fyrsti kvenkyns kanslari Þýskalands, trónað á toppi
þeim lista að undanskildu einu ári. Það ætti þó ekki að koma
neinum á óvart þar sem Merkel virðist gegna tveimur áhrifa-
miklum hlutverkum, en ásamt því að vera þjóðarleiðtogi
Þýskalands er hún sá stjórnmálaleiðtogi sem fólk tengir hvað
helst við Evrópusambandið.
Merkel, sem hefur hlotið viðurnefnið „Mutti“ (mamma)
í heimalandinu, er móðirin jarðbundna, hlédræga og skyn-
sama í augum Þjóðverja. Þessir eiginleikar hennar eru
sýnilegir heima fyrir en þegar hún er fyrir augum heims-
byggðarinnar er hún öllu harðskeyttari. Samskipti hennar
við aðra helstu þjóðarleiðtoga heims, sérstaklega Pútín
Rússlands forseta og Obama Bandaríkjaforseta, hafa sýnt
að Merkel liggur ekki á skoðunum sínum. Niðurskurðar-
aðgerðir ESB í Suður-Evrópu, sem Merkel hefur verið í
forsvari fyrir, hafa leitt til gríðarlegra óvinsælda hennar í
þeim ríkjum sem urðu verst úti í Evrukrísunni. Sem dæmi
hafa öfgahreyfingar í Grikklandi birt myndir af henni á
mótmæla skiltum þar sem henni er líkt við Adolf Hitler.
Merkel hefur staðfastlega haldið því til streitu að Þýska-
land muni ekki greiða skuldir fyrir skuldug ríki ESB. Fyrir
það eru Þjóðverjar þakklátir og launuðu henni með því
að kjósa flokk hennar, Kristilega demókrata, til valda í
Kanslarinn er
valdamesta konan
stjórnmÁl
Valgerður Pálsdóttir
Meistaranemi í
stjórnmála fræði við
Humboldt-háskólann í
Berlín