Kjarninn - 26.12.2013, Side 90
02/09 kjarninn BÍLaR
Bílasala á íslandi
Eins og fyrr segir er bílasala afar dræm og bílaflotinn eldist
hratt af þeim sökum. Sem fyrr eru það bílaleigurnar sem
halda umboðunum á floti, en í hópi einstaklinga er meirihluti
kaupenda kominn yfir miðjan aldur. Bílaverkstæði hafa
í nógu að snúast að viðhalda hrörnandi bílaflotanum og
endurnýjunarþörfin hleðst upp. Fróðlegt verður að sjá hvort
aðgerðir ríkisstjórnar í skuldamálum munu hafa áhrif á
bílasölu á komandi ári.
tækninýjungar
Það er ómögulegt að gera öllum helstu tækninýjunum ársins
skil í einum pistli en rétt er að minnast á tvennar framfarir
sem gætu hafa gripið athygli þína í ár.
Rafmagns/bensín-tvinnbílar eru alls ekki nýir af nálinni,
en nú hefur slík uppsetning rutt sér til
rúms í ofursportbílum. Nægir að nefna
BMW i8, Porsche 918 og Mercedes SLS
AMG Electric Drive, þótt hinn síðast-
nefndi muni reyndar ekki fara í almenna
sölu eins og fyrirhugað var. Í þessum
bílum er hægt að nýta afl beggja orku-
gjafa í einu og kitla pinnann hressilega,
eða aka einungis fyrir rafmagni og spara
þannig eyrinn og kæta umhverfissinna.
Drægnin á rafmagni er reyndar gjarnan
um eða undir 30 km, en það dugar þó til
að aka frá Grand Hótel í Perluna og til
baka, og gæti því talist ásættanlegt.
Spjaldtölvur eru nú á sífellt fleiri heimilum og eru ágætis
líkur á að þessi texti sé lesinn upp af slíku tæki. Hliðstæð
tækni er nú til staðar í sífellt fleiri bílum, sumsé snertiskjár
þar sem stjórna má virkni bílsins, sækja upplýsingar, velja
tónlist og þar fram eftir götunum. Þetta á alls ekki einungis
við um dýrari bíla, líkur eru á að bíltölva með snertiskjá verði
staðalbúnaður í flestum gerðum bíla innan fárra ára.