Kjarninn - 26.12.2013, Síða 94
06/09 kjarninn BÍLaR
mclaren p1
Hinn rómaði McLaren F1 var
byltingarkenndur ofursport-
bíll þegar hann leit dagsins
ljós árið 1992, en aðeins 102
eintök voru framleidd af
honum. Hann sótti ýmsa
eiginleika sína til Formúlu 1
keppnisbíla.
McLaren P1 hefur lengi
verið beðið, en þó að fram-
boðið hafi nú verið aukið í
375 eintök var bíllinn engu
að síður uppseldur í nóvem-
ber síðastliðnum.
Að þessu sinni er ofur-
bíllinn orðinn að tengil-
tvinnbíl, þ.e. gengur bæði
fyrir rafmagni og bensíni.
Á rafmagninu hefur bíllinn
drægni upp á heila 10 km,
sem dugar til að aka frá
Grand Hótel í Perluna og
til baka og gæti því talist
ásættan legt.
Með bæði bensín- og
rafmótorinn virkjaða skilar
hann 916 hestöflum.
McLaren P1 er ekki jafn
róttækur og forfaðir hans var
á sínum tíma en er engu að
síður áhugaverður bíll sem
fengið hefur mikla athygli
bílaáhugamanna á árinu.
rolls royce Wraith
Kannastu við tilfinninguna að láta reka í spegilsléttu
Miðjarðar hafinu, úti fyrir ströndum Saint- Tropez, um-
kringdur gullbrydduðu mahóní, með Vivaldi á lágum styrk,
fitla við yfirskeggið og dreypa á Dom Perignon 1966?
Nei, ekki ég heldur, en ímyndunaraflið mitt segir mér að
það sé ábyggilega á pari við að sitja í Rolls Royce Wraith.
Þetta dásamlega listaverk er hið nýja flaggskip fram-
leiðandans, sá íburðarmesti og hraðskreiðasti sem Rolls
Royce hefur hingað til smíðað. 6,6 lítra tólf strokka vél, búin