Kjarninn - 26.12.2013, Page 101
03/04 kjarninn tæKNi
krefjast innskráningar með lykilorði. Þannig gat hver sem
er prófað að skrá sig inn í til dæmis Gmail með netfangi
og lykil orði sem komu fyrir í stolnu gögnunum. Í mörgum
tilfellum komist óboðinn í enn persónulegri gögn.
.HUõ°U¦°XU
Í huga sérfræðinga í tölvuöryggi var lexían skýr: Ekki nota
sama lykilorðið á fleiri en einum stað. Notið lykilorð sem
eru langar, flóknar og samhengislausar runur af hástöfum,
lágstöfum, tölustöfum og táknum. Alls ekki skrifa lykilorðin
niður á nokkrum stað. Og skiptið um þau reglulega.
Með öðrum orðum: Hættið að hegða ykkur eins og þið
gerið, og farið að hegða ykkur eins og kerfið ætlast til að þið
gerið. Gangið ekki á grasinu.
Flest höfum við heyrt þennan lykilorðasöng áður. Oft er
kerfið sjálft meira að segja notað til þess að neyða okkur til
að breyta um hegðun, og leyfir ekki lykilorð nema það hafi
að lágmarki tvo hástafi, fjóra tölustafi og þrjú tákn, innihaldi
ekkert orð sem finnst í orðabók, sé að minnsta kosti tólf
stafir á lengd og sé ekki lykilorð sem þú hefur notað áður.
Við þekkjum þessar reglur en förum samt ekki eftir þeim.
Við notum sama lykilorðið á mörgum stöðum. Við notum
lykilorð með afmælisdögum, nöfnum og öðrum upplýsingum
sem auðvelt er að giska á. Þegar kerfið neyðir okkur til að
breyta um lykilorð bætum við 1 við endann á gamla lykil-
Gengið á grasinu
Jafnvel þó það sé ekki talið
ráðlegt notum við sama lykil-
orð á fjölda vefsíða.