Kjarninn - 29.05.2014, Page 4

Kjarninn - 29.05.2014, Page 4
02/05 leiðari Viðskiptafræðingar og þeir sem nema félagsvísindi eða einbeita sér að tungumálanámi eiga líka í miklum erfið- leikum með að finna starf við hæfi. Í raun er nánast alltaf stórkostlegt offramboð umsókna þegar auglýst er eftir sérfræðingum hvers konar. Það sást ágætlega þegar Ríkis- skattstjóri auglýsti að hann þyrfti að ráða í tólf stöður vegna framkvæmda á skuldaleiðréttingum Framsóknarflokksins. 370 manns sóttu um þær tólf stöður. Hvernig verður þú þjónustaður? Í dag eru um 55 þúsund Íslendingar yfir 60 ára. Eftir tíu ár er því spáð að þeir verði 84 þúsund. Allar rannsóknir, og almenn skynsemi, segir okkur að þörfin fyrir aukna heilbrigðis- þjónustu eykst mjög eftir að þeim aldri er náð. Þeir sem starfa í heilbrigðisgeiranum mega því búast við auknu álagi. Það verður hins vegar raunverulegt vandamál að manna þær viðbótarstöður sem þörf verður fyrir að manna. Það nægir ekki bara að byggja nýtt sjúkrahús og vonast til þess að það dugi til að soga að sér hæft fólk í miklu magni. Þegar staða sérfræðilækna á Landspítalanum eru aug- lýstar sækja oft engir um. Viðloðandi skortur er á hjúkrunar- fræðingum á hjúkrunarheimilum og fjölmargir slíkir sem unnið hafa á spítalanum hafa látið lokkast til Noregs þar sem gnógt vinnu er að hafa fyrir miklu hærri laun og minni viðveru. Sömu sögu er í raun að segja af flestum læknum. Það blasa því við vandræði í heilbrigðisgeiranum. Og það eru ekki minni vandræði í menntakerfinu. Ís- lendingum í heild mun fjölga um 13 prósent á næstu ellefu árum. Fæðingum fjölgaði reyndar töluvert strax í kjölfar efnahagshrunsins. Á árunum 2008-2010 fæddust um 5.000 nýir Íslendingar ár hvert. Og við eigum eiginlega ekkert fólk til þess að taka við þeim í menntakerfinu. Það vantar nefnilega um 1.300 leikskólakennara eins og er. Og um 200 grunnskólakennara. Einungis 30 grunnskóla- kennarar og tíu leikskólakennarar munu útskrifast úr Háskóla Íslands í sumar. Fækkun þeirra sem sækja sér slíkt nám eftir að lengd þess fór úr þremur í fimm ár er gríðarleg.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107

x

Kjarninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.