Kjarninn - 29.05.2014, Page 8
05/05 leiðari
slíku upp í himinhæðir. Þetta ástand á því miður bara eftir að
versna á næstu árum. Velkomin í fasteignabóluna.
Á Íslandi ákveða miðaldra stjórnmálamenn að afhenda
sinni kynslóð nokkra tugi milljarða króna á sama tíma og
þeir ákveða að takast ekki á við risavaxin langtímavandamál.
Kostnaði gjafarinnar og afleiðingar aðgerðaleysis þeirra
lendir af fullum þunga á unga fólkinu í framtíðinni. Það
kemur nefnilega alltaf, einhvern tímann, að skuldadögum.
Vilt þú búa á íslandi?
Ég held að ungir Íslendingar vilji upp til hópa búa á Íslandi.
Hér er fjölskyldan þeirra, vinir og annað nánasta tengslanet.
Hér eru heitu pottarnir, ódýra rafmagnið, öryggið, náttúran
og allt hitt sem er svo dásamlegt. En ungir Íslendingar vilja
vinna við það sem þeir hafa áhuga á og kunna. Þeir vilja
geta búið í sómasamlegu húsnæði án þess að greiða þorra
ráðstöfunar tekna sinna fyrir það. Þeir vilja fá þjónustu í
samræmi við það hlutfall launa sinna sem þeir greiða í skatta
og þeir vilja geta horft fram á áhyggjulaust ævikvöld.
Sú stefna sem Ísland hefur valið að feta, stefna
sérhagsmuna gæslu, skammtímahagsmuna, íslenskrar krónu,
gjaldeyrishafta og einangrunarhyggju mun ekki skapa þær
aðstæður. Þvert á móti.