Kjarninn - 29.05.2014, Page 14
02/12 Viðtal
K
vikmyndin Vonarstræti í leikstjórn Baldvin Z.
hefur rækilega slegið í gegn hér á landi. Gagn-
rýnendur hafa keppst við að ausa myndina lofi
frá því að hún var frumsýnd á dögunum og bíó-
þyrstir hafa flykkst í þúsundatali í kvikmynda-
hús til að berja myndina augum.
Meira að segja þeir sem sjaldnast eru hrifnir af íslenskum
kvikmyndum segja Vonarstræti vera á meðal allra bestu
kvikmynda sem gerðar hafa verið á Íslandi og margir ganga
meira að segja svo langt að fullyrða að aldrei hafi betri kvik-
mynd verið gerð hér á landi. Almenn og útbreidd ánægja með
myndina hefur á köflum jaðrað við múgsefjun.
Heiðurinn að handritinu eiga þeir Baldvin og Birgir Örn
Steinarsson. Birgir Örn er landsþekktur sem Biggi í Maus, er
eiginlega aldrei kallaður neitt annað, en hljómsveitina Maus
þekkir nánast hvert mannsbarn á Íslandi.
Hljómsveitin var áberandi í tónlistarlífinu
á tíunda áratugnum, átti hvert lagið á
fætur öðru sem náði vinsældum og ving-
aðist um tíma við hina goðsagnakenndu
hljómsveit The Cure.
Biggi er og hefur verið söngvari
sveitar innar og helsti lagasmiður frá
stofnun, og margir hafa haft mismun-
andi skoðanir á sönghæfileikum hans í
gegnum tíðina. Eftir velgengni Vonarstrætis, sem ekki sér
fyrir endann á, þarf hins vegar vonandi enginn að velkjast
í vafa um hæfileika hans til að skrifa handrit fyrir hvíta
tjaldið.
Skrif verið helsta tekjulindin
Birgir Örn hefur brallað ýmislegt frá því að Maus var á
hátindi frægðar sinnar. Hann bjó í þrjú ár í Lundúnum, hefur
gefið út sólóplötu og unnið við blaðamennsku hjá 24 stund-
um og Morgunblaðinu. Þá var hann fyrsti ritstjóri Monitors
og annar skapari. Auk þessa hefur hann skrifað ævisögu
Páls Óskars, sem bíður útgáfu. Þá tók hann upp plötu Silvíu
Viðtal
Ægir Þór Eysteinsson
L @aegireysteins
„Ég var eiginlega narraður út
í blaðamennskuna á sínum
tíma. Ég sótti aldrei um að
verða blaðamaður, það var
bara hringt í mig frá Morgun-
blaðinu og mér boðin vinna.“