Kjarninn - 29.05.2014, Side 16

Kjarninn - 29.05.2014, Side 16
04/12 Viðtal Höfnun sem hafði skaðleg áhrif Í Birgi hefur blundað rithöfundur frá unga aldri. Alkunna er að hann samdi flesta texta Maus, sem margir hverjir vöktu athygli, en færri vita kannski að Birgir hóf sem barn að semja sögur, sem hann á margar hverjar enn ofan í skúffum heima hjá sér. „Ég reyndi einu sinni að fá bók útgefna eftir mig en var hafnað. Þegar höfnunin kom þá kom hún á þannig tíma að það var mjög erfitt að kyngja henni, þannig að ég fór eiginlega bara inn í skápinn sem höfundur og trúði því ekkert lengur að þetta væri eitthvað sem ég gæti gert eða ætti eftir að gera.“ Í kjölfar höfnunarinnar kveðst Birgir hafa efast um hæfileika sína til að gerast höfundur. Hann efaðist um að hann gæti nokkurn tímann skrifað eitthvað sem þætti nógu gott til útgáfu. „Ég gekk bara í gegnum þetta týpíska sem allir ganga í gegnum sem fá höfnun á einhverju stigi í lífinu. Mig langar enn að skrifa bók. Maður veit samt auðvitað aldrei hvað virkar hjá manni. Kannski hentar mér betur að skrifa handrit til að segja sögur. Ég lít á velgengni Vonar- strætis sem styrkingu við þá hugmynd að skilja gagnrýnand- ann eftir heima þegar þú ert að flæða, þegar þú ert að skapa. Þegar gagnrýnandinn er með, og þér líður á meðan þú ert að skrifa eins og að það verði aldrei nógu gott, þá blettir þú listaverkið.“ Hugmynd að samstarfi sem þruma úr heiðskíru lofti Baldvin Z. á að baki kvikmyndina Óróa frá árinu 2010, sem hann leikstýrði og skrifaði og hlaut góðar viðtökur. Auk þess kom hann að handritsgerð og/eða framleiðslu sjón- varpsþáttanna Hæ Gosi og fræðslumyndarinnar Fáðu já. Þá leikstýrði hann og skrifaði stuttmyndina Hótel Jörð og kom að gerð Áramótaskaupsins 2011. Birgir Örn segir samstarf þeirra félaga við gerð Vonarstrætis hafa komið sem þrumu úr heiðskíru lofti. „Þegar gagnrýnandinn er með, og þér líður á meðan þú ert að skrifa eins og það verði aldrei nógu gott, þá blettir þú listaverkið.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.