Kjarninn - 29.05.2014, Blaðsíða 18
05/12 Viðtal
„Það kom eiginlega til út af eiginkonu minni. Hún og
Baldvin eru æskuvinir frá Akureyri. Baddi var hálfgerður
heimalningur á heimili fjölskyldu Kolbrúnar. Þau hafa alltaf
haldið góðu sambandi í gegnum árin. Fyrir fjórum árum
bauð Baddi okkur í mat. Mig hefur alltaf langað til að skrifa
kvikmyndahandrit en hafði ekki hugmynd um hvernig
maður gerir slíkt, og þar sem Baddi lærði handritaskrif
í Danmörku,spyr ég hann þegar við erum að fara hvort
hann eigi kennslubók í handritagerð til að lána mér. Hann
veðraðist allur upp, hljóp til og lét mig fá kennslubók. Sú
hugsun að við tveir ættum eftir að vinna saman var aldrei
í höfðinu á mér þá, ég var bara að reyna að finna leið til að
læra handritagerð,“ segir Birgir og brosir.
Birgir fór heim með bókina og gluggaði í hana og dreymdi
um að einn dag myndi hann skrifa handrit að kvikmynd. Svo
þremur mánuðum síðar hringdi hjá honum síminn. „Það var
Baddi. Hann spurði mig hvort ég væri búinn að lesa bókina,
og ég sagði honum að ég hefði aðeins gluggað í hana já. Þá
segir hann bara algjörlega upp úr þurru að hann langi nefni-
lega svolítið til að við tveir skrifum saman næstu myndina
hans. Ég sagði strax já, þó að ég hafi kannski ekki verið alveg
sannfærður um að þetta væri eitthvað sem ég gæti, heldur
fannst mér þetta meira svona spennandi tækifæri. En þetta
er einn af styrkleikum hans Badda, hann veit eða grunar oft
hvað aðrir eru færir um að gera betur en þeir sjálfir. Mér
fannst ég ekkert vera tilbúinn að stökkva út í djúpu laugina
en hann var hins vegar alveg sannfærður.“
eftir fyrsta fundinn varð ekki aftur snúið
Baldvin Z. og Birgir hittust í fyrsta skiptið til að ræða Vonar-
stræti á Kaffi Mokka við Skólavörðustíg, í árslok 2010. „Þar
sagði hann mér hvað hann vildi gera í næstu myndinni sinni.
Hann sagði mér frá nokkrum plottpunktum og tveimur
persónum. Rónanum Móra sem var með djúpan harm í
brjósti, og stelpunni sem leiðst hafði út í heimavændi. Mikið
annað var hann ekki með. Hann var ekki með neina sögu, og
vissi ekki hvernig þessar persónur áttu að tengjast, en vildi að