Kjarninn - 29.05.2014, Page 41
02/08 Stjórnmál
S
veitarstjórnarkosningarnar sem fara fram um
næstu helgi eru að mörgu leyti einar þær merki-
legustu sem átt hafa sér stað hérlendis. Nýir
flokkar eru að skjóta sterkum rótum, kosninga-
hegðun er gjörbreytt og valdajafnvægið allt annað
en þekkst hefur áður í Íslandssögunni. Hluti hefðbundnu
stjórnmálaflokkanna virðist hafa vanmetið stórkostlega hvað
það er sem skiptir kjósendur mestu máli og gömlu kosninga-
brögðin hafa alls ekki virkað.
Píratar stimpla sig inn með látum
Í höfuðborginni Reykjavík heldur landslagið áfram að vera
gjörbreytt frá því sem var fyrir hrun. Það er í raun vart þver-
fótað fyrir stórtíðindum í því pólitíska landslagi sem er að
myndast. Fyrst ber að nefna það mikla fylgi sem Píratar hafa
sópað til sín. Þeir hafa verið að mælast
með nokkuð stöðugt tíu prósenta fylgi í
Reykjavík undanfarna mánuði, þótt þeir
hafi dalað eilítið síðustu daga. Það skilar
þeim mjög örugglega einum borgarfulltrúa
og þeir þurfa ekki að bæta miklu við til að
ná inn öðrum. Þau sem standa að fram-
boðinu eru aðallega ungt fólk. Í sumum
nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru meira að segja
táningar á lista yfir efstu menn. Það hlýtur að vera gleðiefni
fyrir lýðræðið að ungt fólk sé að gefa sig að stjórnmála-
þátttöku með svona afgerandi hætti.
Árangur Pírata er sérstaklega athyglisverður vegna þess
að aðalstefnumál Pírata eru gagnsæi í aðgengi að upplýs-
ingum og beint lýðræði. Þeir eru lítið að spá í skipulagsmál,
samgöngumáta, flugvelli, leikskóla eða frístundakort. Mikið
fylgi Pírata sýnir einfaldlega að þessar áherslur skipta
marga, sérstaklega ungt fólk, mjög miklu máli.
líkt og Dagur sé einn í framboði
Samfylkingin verður annar sigurvegari kosninganna. Ef fer
sem horfir verður hún langstærsta stjórnmálaafl borgarinnar
Stjórnmál
Þórður Snær Júlíusson
L @thordursnaer
„Árangur Pírata er sérstak-
lega athyglis verður vegna þess
að aðalstefnumál Pírata eru
gagnsæi í aðgengi að upplýs-
ingum og beint lýðræði.“