Kjarninn - 29.05.2014, Page 42
03/08 Stjórnmál
og stuðningur við Dag B. Eggertsson sem næsta borgarstjóra
er nánast sláandi afgerandi. Samkvæmt skoðanakönnunum
vilja 63 prósent hann í stólinn.
Samfylkingin hefur að mörgu leyti nýtt sér þennan
meðbyr mjög skynsamlega í kosningabaráttunni. Allur fókus
hennar hefur verið á Dag.
Aðrir frambjóðendur hafa
lítið sem ekkert sést, alla
vega ekki í fjölmiðlum.
Degi hefur líka tekist
einstaklega vel að eigna
sér stærstu verk síðasta
kjörtímabils, aðstandend-
um Bjartrar framtíðar til
mikillar mæðu. Í raun er
Samfylkingin í borginni í
þeirri stöðu, og hefur verið
um margra vikna skeið, að
hún þarf ekkert að gera til
að ná í fylgið. Hún getur
bara tapað því með afleikjum. Þess vegna hefur áherslan
verið á að blanda sér sem minnst í allar deilur.
Staðan í Reykjavík er enn merkilegri þegar horft er til
þess að Samfylkingin mun bíða afhroð á flestum stöðum
annars staðar á landinu og fékk hræðilega útkomu í síðustu
þingkosningum. Það er í raun bara í Reykjavík sem hún getur
státað af því að vera alvöru afl. Á flestum öðrum stöðum
tekur Björt framtíð gríðarlega mikið frá henni.
Varnarbarátta afkvæmis Besta
Í höfuðvíginu Reykjavík er Björt framtíð hins vegar að heyja
mikla varnarbaráttu. Það lá alltaf ljóst fyrir að flokkurinn
myndi ekki ná þeim hæðum sem Jón Gnarr fór með hann í,
enda fylgið þá að einhverju leyti bundið við hann persónu-
lega. Auk þess var Besti flokkurinn ekki stjórnmálaflokkur,
sem Björt framtíð er sannarlega. Þau reyna að halda í sniðug-
heitin sem gerði Besta flokkinn svo ómótstæðilegan fyrir
Aðalmaðurinn
Degi B. Eggertssyni, oddvita
Samfylkingarinnar, hefur
tekist vel að stimpla sig inn í
kosningabaráttunni.
Mynd: Birta Rán / Facebook-síða x-S