Kjarninn - 29.05.2014, Page 48
08/08 Stjórnmál
Á síðustu metrunum virðist hins vegar eitthvað vera
að gerast og fylgi Vinstri grænna tók lítið stökk upp á við
í lokavikunni fyrir kosningar. Nú mælist flokkurinn með
meira fylgi en hann gerði í kosningunum 2010. Það er þó
töluvert í að Líf Magneudóttir, sem situr í öðru sæti listans,
nái inn.
Dögun er framboð sem er að fiska í sömu félagshyggju-
tjörninni og Vinstri græn, en með litlum árangri. Áherslur
framboðsins virðast ekki hafa náð að heilla kjósendur og
orka frambjóðenda þess hefur aðallega farið í að kvarta, að
sumu leyti réttilega, yfir því að það sé sniðgengið í umfjöllun
stærri fjölmiðla um borgarstjórnarkosningarnar.
Söguleg tíðindi í farvatninu
Grófu línurnar virðast liggja fyrir. Samfylkingin mun fá
að minnsta kosti fimm borgarfulltrúa og mun berjast um
þann sjötta. Björt framtíð er fjarri árangri Besta flokksins
en mælist samt stærri en Sjálfstæðisflokkurinn, sem horfir
framan í sögulegt afhroð. Hvort framboð fær líkast til fjóra
borgarfulltrúa. Píratar eru öruggir inni með einn mann
en hafa verið að tapa einhverju fylgi til Vinstri grænna á
lokasprettinum. Þessi tvö framboð gætu háð æsispennandi
kapphlaup um að ná inn öðrum borgarfulltrúa. Þar gæti
ýmis legt unnið með Vinstri grænum og ber þar helst að
nefna mun skipulagðara flokkastarf sem skilar fleirum á
kjörstað. Helstu stuðningsmenn Pírata, ungir karlmenn, eru
líka einna ólíklegastir allra til að mæta á kjörstað þegar á
hólminn er komið.
En hvernig sem fer verða niðurstöðurnar sögulegar. Í
þeim mun endurspeglast breytt viðhorf Íslendinga til stjórn-
mála og möguleg endalok þeirrar tryggðar sem fólk sýndi
áður einum flokki sama hvað gekk á. Viðmót kjósenda er að
verða sjálfhverfara og þeir láta sig nærumhverfi sitt varða.