Kjarninn - 29.05.2014, Side 72
02/04 álit
segja frá þeirri miklu þverpólitísku vinnu sem liggur að baki
því og staðið hefur í sex ár. En mig langar að reyna að koma
orðum að því sem mætti kalla anda aðalskipulagsins fyrir
Reykjavík 2010 til 2030.
Betri nýting
Þéttbýlisvæðing eða borgarvæðing heimsins hefur tvennt í
för með sér. Og hvort tveggja hefur gengið eins og rauður
þráður í gegnum aðalskipulagsvinnuna. Í fyrsta lagi kallar
þróunin á betri nýtingu þessara takmörkuðu auðlinda sem
ég var að nefna – og um leið betri nýtingu innviðanna í
borginni; svo sem gatna, veitna, lagna, stofnana, skólahúsa,
slökkvistöðva og þannig mætti þó nokkuð lengi telja. Um það
eru flestir sem fjalla um borgarmál sammála.
Síðastliðið haust kynnti verkfræðistofan
Mannvit á aðalfundi Sambands sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu forvitnilega athugun
þar sem bornar voru saman þrjár sviðsmyndir
mögulegrar þróunar höfuðborgarsvæðisins
til ársins 2040. Sú fyrsta gerði ráð fyrir að
60 prósent nýrrar byggðar yrðu í hverfum
utan núverandi byggðar og að hlutur almenningssamgangna í
ferðum borgarbúa yrði óbreyttur, en hann er nú fjögur prósent.
Önnur sviðsmyndin gerði ráð fyrir að fimmtán prósent nýrrar
byggðar yrðu utan núverandi byggðar og hlutur almennings-
samgangna yrði tólf prósent. Það er einmitt markmið Reykja-
víkur í aðalskipulagstillögunni. Þriðja sviðsmyndin gerir ráð
fyrir að öll ný byggð verði innan núverandi byggðar og hlutur
almenningssamgangna verði sextán til tuttugu prósent,. eða
fjórum til fimm sinnum meiri en hann er nú. Seinni dæmin tvö
voru svo borin saman við það fyrsta.
Niðurstaða Mannvits var sú að ef önnur sviðsmyndin yrði
að veruleika væri sparnaðurinn 187 milljarðar til ársins 2040.
Þriðja sviðsmyndin, með enn meiri þéttingu, myndi hins vegar
spara tæplega 360 milljarða króna miðað við fyrsta dæmið.
Meginhluti sparnaðarins kemur til vegna ábata notendanna
sjálfra, til að mynda minni kostnaðar vegna bílaumferðar. Þá
„Í öðru lagi er að
koma æ betur í ljós
að gott byggingar-
land er tak mörkuð
auðlind.“