Kjarninn - 29.05.2014, Page 78
04/05 álit
kennara og að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla.
Þegar stjórnmálafólk segir hugmynd vera óraunhæfa
þýðir það bara eitt: Hugmyndin er ekki forgangsmál hjá því.
Og þegar sagt er að þetta verði á kostnað annarra brýnna
verkefna eða leiði til verri þjónustu við borgarana jaðrar það
við hræðsluáróður. Auðvitað verða peningarnir ekki teknir
úr skólastarfi til að setja í skólastarf. Þá má finna annars
staðar – eins og kemur fram síðar í greininni.
Oddviti Bjartrar framtíðar hefur sagt að honum þyki ekki
óeðlilegt að foreldrar taki þátt í kostnaðinum, sjálfur sé hann
vel í stakk búinn til þess. Auk þess sé líklegt að gjaldfrelsið
komi niður á þjónustunni. Þetta viðhorf lýsir ekki miklum
skilningi á fjölbreyttum aðstæðum fólks í samfélaginu eða
þeim tækifærum sem borgarstjórn hefur til að jafna tækifæri
þeirra.
Frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa ekki beint sagst
vera á móti hugmyndinni. Skúli Helgason hefur þó sagt að
það sé ósanngjarnt að ríkt fólk fái þjónustuna gjaldfrjálsa.
Þar talar hann beint gegn jafnaðarstefnunni, stefnunni sem
Samfylkingin kennir sig við, þar sem þjónustan ætti að vera
í boði fyrir okkur öll en fjármögnuð í gegnum skattkerfi sem
tryggir að þeir tekjuhæstu leggi sitt af mörkum í samræmi
við tekjur. Eða getur verið að stefna Samfylkingarinnar hafi
breyst í slíkum grundvallaratriðum?
Vinstri græn eru með raunhæfa áætlun
Rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila er að
langstærstu leyti fjármagnaður úr sameiginlegum sjóðum.
Gjaldtakan stendur aðeins undir um 10% af kostnaðinum. Að
stíga skrefið til fulls kostar 3 milljarða króna.
Vinstri græn hafa lagt fram áætlum um að gjaldfrelsi
verði innleitt á fjórum árum. Það verður gert með því að
forgangsraða 750 milljónum, 0,9% af heildartekjum borgar-
sjóðs, í það verkefni. Á næstu fimm árum er gert ráð fyrir
góðri rekstrarafkomu borgarsjóðs (Mynd 3). Því er ljóst er að
svigrúm er til að fara í verkefnið einmitt núna og að það þarf
ekki að bitna á öðrum brýnum verkefnum.