Kjarninn - 29.05.2014, Síða 83
04/05 PiStill
síðan sjálfur William Jennings Bryan, forsetaframbjóðandi
Demókrata árin 1896 og 1900 og einn helsti talsmaður þess að
gefa sláttu silfurmynta frjálsa – sem popúlistar óttuðust að
hefði ekki kjark til að fylgja málinu úr hlaði.
Vondar nornir
Vondu nornirnar í austri og vestri eru samsuða þeirra stjórn-
málamanna og fjármálaafla á austur- og vesturströndinni
sem lögðust gegn því að horfið yrði frá gullfætinum.
Hagsagnfræðingurinn Hugh Rockoff telur t.d. að vondu
norninni í austri hafi verið ætlað að tákna Grover Cleveland,
Demókrata sem lagðist gegn frjálsri sláttu silfurmynta en
var sigraður á landsfundi flokksins 1896 – rétt eins og vonda
nornin sem flest út þegar hús Dóróteu lendir ofan á henni!
Föruneyti Dóróteu er talin trú um að það fái lausn allra
vandamála sinna með því einu að fylgja gullna veginum, þ.e.
gullfætinum, til Smaragðsborgarinnar, sem er auðvitað hlið-
stæða höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington. Í því ljósi er
kostulegt að lesa lýsingar Baums á Smaragðsborginni, en þar
er óhemjufjöldi uppáklæddra manna og kvenna sem hefur
ekkert skárra við tíma sinn að gera en tala hvert við annað.
Þar er þeim uppálagt að hitta sjálfan Galdrakarlinn í Oz,
tákngerving Mark Hanna, formanns Repúblikanaflokksins,
en komast að því fyrir rest að hann er svikahrappur.
Launsögnin nær síðan hápunkti sínum þegar Dórótea
kemst að því að hún hefur borið bjargráðið á fótum sér
allan tímann, en hún kemst loksins til síns heima þegar
hún smellir hælunum á töfraskónum sem hún hafði tekið af
vondu norninni í austri þrisvar. Hérna bjagast sagan reyndar
heilmikið í meðferð Hollywood, sem hafði lítinn áhuga á
því að fylgja eftir peningahagfræðilegri myndlíkingu í einu
og öllu; kvikmyndaútgáfa sögunnar frá 1939 var ein fyrsta
litmynd sögunnar, og því var afráðið að hafa skóna rauða
til þess að nýta hina nýju tækni til fulls – en í bókinni eru
skórnir vitaskuld úr silfri, sannkallaður silfurfótur!
Svo fór reyndar að talsmenn silfurs höfðu ekki erindi
sem erfiði og töpuðu forsetakosningum bæði 1896 og 1900,