Kjarninn - 29.05.2014, Síða 83

Kjarninn - 29.05.2014, Síða 83
04/05 PiStill síðan sjálfur William Jennings Bryan, forsetaframbjóðandi Demókrata árin 1896 og 1900 og einn helsti talsmaður þess að gefa sláttu silfurmynta frjálsa – sem popúlistar óttuðust að hefði ekki kjark til að fylgja málinu úr hlaði. Vondar nornir Vondu nornirnar í austri og vestri eru samsuða þeirra stjórn- málamanna og fjármálaafla á austur- og vesturströndinni sem lögðust gegn því að horfið yrði frá gullfætinum. Hagsagnfræðingurinn Hugh Rockoff telur t.d. að vondu norninni í austri hafi verið ætlað að tákna Grover Cleveland, Demókrata sem lagðist gegn frjálsri sláttu silfurmynta en var sigraður á landsfundi flokksins 1896 – rétt eins og vonda nornin sem flest út þegar hús Dóróteu lendir ofan á henni! Föruneyti Dóróteu er talin trú um að það fái lausn allra vandamála sinna með því einu að fylgja gullna veginum, þ.e. gullfætinum, til Smaragðsborgarinnar, sem er auðvitað hlið- stæða höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington. Í því ljósi er kostulegt að lesa lýsingar Baums á Smaragðsborginni, en þar er óhemjufjöldi uppáklæddra manna og kvenna sem hefur ekkert skárra við tíma sinn að gera en tala hvert við annað. Þar er þeim uppálagt að hitta sjálfan Galdrakarlinn í Oz, tákngerving Mark Hanna, formanns Repúblikanaflokksins, en komast að því fyrir rest að hann er svikahrappur. Launsögnin nær síðan hápunkti sínum þegar Dórótea kemst að því að hún hefur borið bjargráðið á fótum sér allan tímann, en hún kemst loksins til síns heima þegar hún smellir hælunum á töfraskónum sem hún hafði tekið af vondu norninni í austri þrisvar. Hérna bjagast sagan reyndar heilmikið í meðferð Hollywood, sem hafði lítinn áhuga á því að fylgja eftir peningahagfræðilegri myndlíkingu í einu og öllu; kvikmyndaútgáfa sögunnar frá 1939 var ein fyrsta litmynd sögunnar, og því var afráðið að hafa skóna rauða til þess að nýta hina nýju tækni til fulls – en í bókinni eru skórnir vitaskuld úr silfri, sannkallaður silfurfótur! Svo fór reyndar að talsmenn silfurs höfðu ekki erindi sem erfiði og töpuðu forsetakosningum bæði 1896 og 1900,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107

x

Kjarninn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.