Kjarninn - 29.05.2014, Side 94

Kjarninn - 29.05.2014, Side 94
09/10 Kína Eftir að Maó varð leiðtogi flokksins árið 1935 var tek- inn upp sjálfstæðari stefna. Með sigri kommúnista yfir þjóðernissinnum árið 1949 náði Flokkurinn völdum í Kína og stofnaði Kínverska alþýðulýðveldið 1. október það ár. Síðan þá hefur Kommúnistaflokkurinn farið með einokun á ríkisvaldinu í landinu. Framan af söfn- uðust völd í höndum einnar persónu – fyrst í höndum Maós og síðar (í minna mæli þó) Dengs Xiaopings. Eftir þeirra daga hefur 5-10 manna hópur fastanefnd- ar stjórnmálaráðs Flokksins farið sameiginlega með völdin. Sú venja hafi skapast að valdamesti einstak- lingur stjórnmálaráðsins gegnri embætti forseta Kína og sá næstvaldamesti (eða þriðji valdamesti) embætti fosætisráðherra. Lýðræðishreyfing stúdenta 1989. Það sem ýtti hreyf- ingunni af stað var fráfall fyrrum aðalritara Flokksins Hu Yaobang en hann hafði verið frjálslyndsti leiðtogi Kína á níunda áratugnum. Minningarathafnir um hann snerust upp í kröfur um lýðræðisumbætur. Hreyfingin breiddist hratt út um allt landið. Stofnuð voru sjálf- stæð stúdentafélög utan valdssviðs Flokksins. Þeim tókst að skipuleggja tvær risastórar kröfugöngur 27. apríl og 4. maí. Þeim mistókst hins vegar að ná eyrum stjórnvalda með kröfur sínar. Þessi mistök grófu undan stúdentafélögunum og áttu þátt í að róttækir stúdentaleiðtogar skipulögðu hungurverkfall á Torgi hins himneska friðar um miðjan maí. Framan af ríkti klofningur meðal leiðtoga þjóðarinnar hvernig átti að taka á kröfum stúdenta. Umbótasinnar urðu undir og hinn 20. maí lýstu harðlínumenn yfir herlögum og að- faranótt 4. júní beittu þeir hervaldi til að rýma Torgið. Maó Zedong (1893-1976): Leiðtogi Kommúnistaflokks Kína 1935-1976. Frá 1949 fór Flokkurinn með einokun á ríkisvaldinu og var Maó þá jafnframt æðsti leiðtogi landsins. Hann mótaði stefnu sem um margt var frá- brugðin kommúnisma í öðrum löndum. Í styrjöldinni við Japan og borgarastríðinu við þjóðernissinna á fyrri hluta 20. aldar lagði hann t.d. áherslu á framsækið byltingareðli bænda (fremur en verkamanna). Eftir sigur yfir þjóðernissinn- um og stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins (1949) lagði Maó áherslu á að byltingin þyrfti að „halda áfram“ en ekki stoppa og verða „skriffinnum“ að bráð eins og hann taldi hafa gerst í Sovétríkjunum. Efnahagsstefna Maós Stóra stökkið (1958-61) leiddi til hungurdauða milljóna Kínverja. Þessi mistök leiddu til þess að hann missti um tíma stjórnartaumana í hendur pragmatista eins og Deng Xiaoping. Nokkrum árum síðar náði hann frumkvæðinu aftur með aðstoð hersins og setti þá af stað menningarbyltinguna (1966-76) m.a. til að eyða út áhrifum pragmatistanna. Zhou enlai (1898-1976): Forsætisráðherra Kína frá stofnun Kínverska alþýðulýðveldisins 1949 til dauðadags 1976. Zhou var alla tíð einn einn helsti aðstoðarmaður Maós. Þó hann væri oft ósammála stefnu formannsins tókst honum að komast hjá því að falla í ónáð. Hin síðari ár vann hann bak við tjöldin að því að draga úr mestu öfgunum í stefnu Maós (stóra stökkinu og menningarbyltingunni) og byggja upp pólitískt bakland fyrir efnahagslegar umbætur. Hann hélt verndarhendi yfir Deng Xiaoping og öðrum pragmatískum leiðtogum í valdabaráttu þeirra við vinsti öfgamenn fjórmenningaklíkunnar svokölluðu. Eftir stríðsátök á landamærunum við Sovétríkin árið 1969 tókst Zhou að sannfæra Maó um að Kína stafði meiri ógn af Rússum en Bandaríkjamönnum og að það væri skynsamlegt að taka upp friðsmleg samskipti við stjórnvöld í Wahington.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107

x

Kjarninn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.