Kjarninn - 29.05.2014, Side 101
03/06 VíSinDi
Nóbelsverðlaun fyrir. Uppgötvunin staðfesti að alheimurinn
átti sér heitt upphaf og renndi enn styrkari stoðum undir
Miklahvellskenninguna.
Mælingar á örbylgjukliðnum sýndu að hann var ótrúlega
einsleitur og samfelldur, þ.e.a.s. nokkurn veginn eins, sama
hvert við lítum, eins og mynd 1 sýnir. Hvers vegna?
óðaþensla til bjargar
Árið 1980 birti bandaríski
eðlisfræðingurinn Alan
Guth (og samtímamenn
hans) útreikninga sem
sýndu að samkvæmt
jöfnum Einsteins getur
þyngdarkrafturinn ekki
aðeins dregið hluti saman,
heldur líka verkað eins og
fráhrindikraftur.
Guth setti fram byltingarkennda hugmynd. Í frumbernsku
alheimsins, aðeins 10-36 sekúndum eftir upphafið, þandist al-
heimurinn út 1026-falt á sekúndubroti. Þessi snögga útþensla
hafði þau áhrif að allar orku- og efnisójöfnur í alheiminum
sléttust út. Þannig gátu Guth og fleiri útskýrt hvers vegna
alheimurinn virðist einsleitur í allar áttir.
En hvernig er hægt að staðfesta kenningu um atburð sem
stóð yfir í innan við sekúndubrot fyrir 13,8 milljörðum ára?
Skammtaflökt
Í upphafi, á fyrstu sekúndubrotunum þegar alheimurinn
var örsmár, réði skammtafræðin ríkjum. Orka og agnir
flöktu; agnir urðu til úr orku og hurfu jafnharðan. Þetta
skammtaflökt myndaði gárur í tómarúminu þannig að hita-
stig varð mismikið milli mismunandi staða í al heiminum.
Útreikningar sýndu að hitastigsmunurinn var reyndar mjög
lítill, aðeins hundrað þúsundasti hluti úr gráðu, en hefði
tiltekið mynstur yfir allan himinninn.
Í lok 20. aldar og í byrjun þessarar mældu
Mynd 1
Mynd af örbylgjukliðnum á
himinhvolfinu. Örbylgjukliður-
inn (grænn) er bakgrunns-
geislun sem fyllir alheiminn.
Hann endurómar fyrri tíð
þegar alheimurinn var heitari
og þéttari. Línan í miðjunni er
Vetrarbrautin okkar.