Kjarninn - 05.06.2014, Blaðsíða 13

Kjarninn - 05.06.2014, Blaðsíða 13
10/13 UmhverFismáL Áhyggjur af heilsu barna vegna mengunar Waldorfskólinn í Lækjarbotnum er sú byggð sem er næst Hellisheiðarvirkjun. Þar hefur verið rekið skólastarf í 24 ár og þeir nokkrir tugir nemenda sem þar sækja menntun eru frá tveggja ára og upp í efsta þrep grunnskóla. Hluti starfsmanna skólans, alls þrjár fjölskyldur, búa auk þess í Lækjarbotnum. Heilbrigðiseftirlit Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis hefur frá því í september 2012 verið með færanlega mælistöð í Lækjarbotnum sem mælir loftgæði. Samkvæmt niðurstöðum í skýrslu eftirlitsins, sem var birt í mars síðastliðnum, hefur styrkur brennisteins vetnis mælst yfir heilsuverndar- mörkum fyrir ársmeðaltal. Yfirvöld í Kópavogi hafa nýverið gefið í skyn að starfsleyfi Waldorfskólans og Waldorfleikskólans Yls gæti hugsanlega verið endurskoðað í ljósi þessara upplýsinga með heilsu barna og starfsfólks að leiðarljósi. Foreldrafélag Waldorfskólans í Lækjarbotnum sendi erindi til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sem dagsett er 11. apríl síðastliðinn. Þar lýsir félagið yfir áhyggjum sínum af brennisteinsvetnis mengun frá Hellisheiðarvirkjun í land Lækjarbotna og biðlar til stjórnar Orkuveitunnar að beita sér fyrir úrbótum án tafar. Í niðurlagi bréfsins, sem Kjarninn hefur undir höndum, segir: „Ef leggja þarf skóla starfsemi niður í Lækjarbotnum vegna mengunar frá virkjunum á vegum Orkuveitunnar yrði það að okkar mati áfellisdómur yfir starfsemi Orku veitunnar. Slíkur atburður myndi vekja athygli víða.“ Erindið var tekið fyrir á stjórnarfundi Orkuveitunnar 25. apríl síðastliðinn. Í bréfi sem lagt var fram á þeim fundi til upplýsingar vegna erindis foreldra- félagsins segir: „Orkuveita Reykjavíkur leggur kapp á að uppfylla ákvæði reglugerðar nr. 514/2010. Byggingu gasskiljustöðvar við Hellisheiðarvirkjun er lokið og niðurdæling brennisteinsvetnis er að hefjast þessa dagana. Eins og stjórn er kunnugt eru vonir bundnar við að sú hreinsunaraðferð reynist vel og hægt verði að þróa hana til að tryggja að styrkur brennisteinsvetnis frá jarðgufuvirkjunum fari ekki yfir mörk reglugerðar. Að mati undirritaðs er óheppilegt ef Orkuveita Reykjavíkur blandast í ágreining um framtíð skólareksturs í Lækjarbotnum.“ Málið var til umræðu á Alþingi hinn 10. apríl síðastliðinn. Þar lýsti Ólafur Þór Gunnarsson, þing- maður Vinstri grænna, áhyggjum af mikilli mengun af brennisteinsgufum frá jarðvarma virkjunum í útjaðri höfuðborgarsvæðisins og spurði Sigurð Inga Jóhannsson umhverfisráðherra hvað hann ætlaði að gera í málinu. Sigurður Ingi svaraði því til að viðmið vegna brennisteinsmengunar væru misjöfn á milli landa og mun strangari á Íslandi en víða annars staðar. Auk þess sagði hann lítið vitað um áhrif brennisteinsvetnis á heilsufar. Málið væri til skoðunar í ráðuneyti hans en ráðherrann gerði ekki grein fyrir því hvort og þá hvernig hann ætlaði að taka á málinu. Viðmið vegna brennisteinsmengunar eru vissulega misjöfn á milli landa. Í leiðbeinandi tilmælum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru þau þrisvar sinnum hærri en hérlendis. Í BA-ritgerð Sigurðar Björnssonar, sem ber heitið „Heilsu- verndarmörk og styrkur brennisteinsvetnis á höfuð- borgarsvæðinu“, og skilað var inn við jarðvísinda- deild Háskóla Íslands árið 2013, kemur líka fram að „mengunarmörk á Íslandi og víðar eru mjög nálægt styrk sem talinn er skaðlegur heilsu“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.