Kjarninn - 05.06.2014, Blaðsíða 64

Kjarninn - 05.06.2014, Blaðsíða 64
55/55 pistiLL Órökréttur ótti framsóknarmanna En já, þá að niðurlagi þessa pistils og raunar sjálfu innihaldinu (bið lesandann að afsaka langan inngang). Já, nokkur orð um órökréttan ótta. Það var órökréttur ótti sem stýrði því að ég gleymdi öllu því sem ég trúi á og vil standa fyrir, bæði sem mann- eskja og móðir. Ég stóð ekki nógu styrkum fótum þegar ég las illa þýdda frétt á íslenskum vefmiðli um eitt af öllum þessum börnum sem deyja daglega í heiminum af ólíkum ástæðum. Ein af öllum þessum hraðsoðnu fréttum sem engin fréttaskýring fylgir. Frétt, sem gæti þess vegna verið tilbúningur, varð til þess að ég varð svo hrædd um barnið mitt að ég gaf skít í hag barna almennt. Þessi frétt og téðar afleiðingar hennar hafa þó fengið mig til að skilja konurnar í Framsókn betur. Ég held að þær séu, þannig lagað, velviljaðar manneskjur og góðar mömmur, frænkur og vinkonur. En ég held að þær eigi það sameiginlegt að hafa á viðkvæmum tímapunkti lesið eina af þessum illa skrifuðu fréttum um margslungin, flókin átök fólks hér og þar úti í hinum stóra heimi; eina af óteljandi samhengislausa fréttum sem við innbyrðum daglega, nánast án þess að taka eftir því. Nema að af einni eða annarri ástæðu tóku þær nógu vel eftir þessari tilteknu frétt þann daginn til að óttast svo um börnin sín að þær urðu reiðubúnar að kynda undir fordæmingu á öðrum börnum. Í fljótu bragði, og oftar en ekki ómeðvitað, virðist eina leiðin til að takast á við óttann sú að finna tákngerving fyrir allar hugsan- legar hættur. Í augum þeirra varð það Músliminn með stóra M-inu. Eða kannski öllu heldur, ég veit það ekki, en kannski: Útlendingurinn. Oddviti Framsóknar ber blak af skoðunum sínum með því að segjast hafa dvalið á meðal múslima, enda mynd af henni rauðnefjaðri með blæju nokkuð áberandi í kosninga baráttunni. Við þessa framsóknarkonu vil ég segja: Ég er femínisti sem hætti að þora að klæða soninn í rauð föt. Málið er að við manneskj- urnar þurfum daglega að endurskoða eigin hugarheim, annars endar allt í tómri vitleysu. Ég vil líka segja að ef þið framsóknar- konur teljið framgöngu ykkar til marks um að konur geti allt, þá er ég hér með hætt að vera kona. Ég er karl. Og sonur minn kallar mig Elvis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.