Kjarninn - 05.06.2014, Blaðsíða 83

Kjarninn - 05.06.2014, Blaðsíða 83
02/03 kjaFtæði ohh! ég vil ekki vera svona hress! Ég greip það sem hendi var næst, sem vildi svo til að var pakki af skonsum, uppáhaldsmatnum mínum (ég er nautnaseggur, ég veit það!) og fór í röðina hennar, sem var langsamlega lengsta röðin í búðinni. Á undan mér voru tveir viðskiptavinir sem litu út fyrir að vera að reka veitingahús ef marka má það magn af vörum sem þeir voru að kaupa. Með því held ég að lágpunkti dagsins hafi verið náð því fljótlega buðu þeir mér að fara á undan þeim í röðina. Francisca var að klára að afgreiða eldri mann sem var lagður af stað úr versluninni. Hún tók eftir því að eldri maðurinn gleymdi blómvendi sem hann hafði keypt þannig að hún hljóp á eftir honum með blómvöndinn. Er það ekki draumur sérhvers manns að Francisca hlaupi á eftir manni skælbrosandi með blómvönd á lofti? Þarna uppfyllti hún englaímyndina fullkomlega. Svo afgreiddi hún mig með sitt sólskinsbros, þakkaði mér kærlega fyrir viðskiptin, sagði að það hefði verið gaman að sjá mig og vonaðist til að sjá mig bráðlega aftur. Og auðvitað fór ég út í daginn, líðandi rosalega furðulega, því hluta af mér langaði til að vera pirraður áfram en hinn hlutinn var kominn í sólskinsskap. Francisca gerði ekki mikið meira en að brosa vingjarnlega og gefa mér góða kveðju, en hún bjargaði deginum. Hún er með hæfileika sem ég bý ekki yfir, sem er að geta sýnt gleði án áreynslu. Ég hef oftar en ekki lent í því að vera spurður að því hvort ég sé í fýlu þegar ég er nú bara nokkuð hress. Ég er að hugsa um eitthvað skemmtilegt og held að ég sé brosandi. Þá lít ég í spegil og sé að ég er með skeifu! Tökum myndina fyrir ofan þennan pistil sem dæmi. Þarna er ég í Vínberinu, haldandi á risastórum sleikjó. Það er kannski ofsögum sagt að mér hafi liðið eins og ég væri skælbrosandi, en ég var þó bara nokkuð hress, hugsandi um bleik ský og smáhesta. Svo birtist þessi mynd af mér, og þá sé ég þennan stórglæsilega fýlusvip sem gæti drepið lítið til meðalstórt skordýr. Þetta eru mín örlög. „Ég hef oftar en ekki lent í því að vera spurður að því hvort ég sé í fýlu þegar ég er nú bara nokkuð hress.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Kjarninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjarninn
https://timarit.is/publication/958

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.